fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Vilhjálmur: „Hvað er það sem menn eru hræddir við?“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 1. nóvember 2023 08:00

Vilhjálmur Birgisson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starfsgreinasamband Ísland samþykkti ályktun á dögunum þess efnis að óháðir erlendir aðilar verði fengnir til að skoða kosti og galla íslensku krónunnar sem og kosti og galla þess að taka upp annan gjaldmiðil.

Vilhjálmur greindi frá þessu í pistli á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi, en af þessu verður munu verkalýðshreyfingin og Samtök atvinnulífsins ráðast í slíka óháða úttekt. Vilhjálmur bendir á að á sama tíma og ályktunin var samþykkt hafi niðurstöður könnunar hjá Reykjavík síðdegis á Bylgjunni gefið til kynna ríkan vilja almennings til að ráðast í slíka úttekt.

„Í þessari könnun hjá Reykjavík síðdegis sem tæplega 4400 manns tóku þátt í voru 81,1% sammála að fá erlenda aðila til taka út kosti og galla íslensku krónunnar,“ segir Vilhjálmur og bætir við að fróðlegt verði að sjá hvort Samtök atvinnulífsins séu ekki sammála að verkalýðshreyfingin og Samtök atvinnulífsins sjái um að úttektin verði að veruleika.

„Samstarf aðila vinnumarkaðarins hvað það varðar mun gefa slíkri úttekt á gjaldmiðlamálum okkar Íslendinga mun meiri vigt og slagkraft.“

Vilhjálmur spyr síðan:

„Hver getur verið á móti því að fá virta óháða erlenda aðila til að kanna kosti og galla krónunnar og kosti og galla þess að taka upp annan gjaldmiðil þar sem allt verði undir. Ef Samtök atvinnulífsins vilja ekki verða við þessari beiðni verkalýðshreyfingarinnar er ljóst að SA er að verja sérhagsmuni á kostnað almennings.“

Fjölmargir hafa tjáð sig undir færslu Vilhjálms og fagna margir tillögunni. Einn spyr þó hvers vegna Ísland ætti ekki að notast við sjálfstæðan gjaldmiðil og bendir á að erlendum sérfræðingum komi ekkert við hvort Ísland haldi sjálfstæði sínu þegar kemur að gjaldmiðla- og peningamálum.

Vilhjálmur svarar því til að ef viðkomandi hefur rétt fyrir sér muni það væntanlega koma fram í slíkri úttekt. „Hvað er það sem menn eru hræddir við,“ spyr Vilhjálmur enn fremur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin