fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Björk lýsir yfir stríði við athafnamenn á Austurlandi – „Þetta er illska“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 9. nóvember 2023 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjókvíaeldi á Íslandi er sífellt að aukast og þykir mörgum nóg um. Neikvæð áhrif laxeldis á umhverfið valda áhyggjum, en mengun frá úrgangi laxeldis er töluverð og til þess fallin að hafa afdrifaríkar afleiðingar fyrir dýralíf. Frá kvíunum streymir skordýraeitur, leifar af fóðri, skítur, lyf, þungmálmar og svona mætti áfram telja. Eldislaxar glíma margir við sjúkdóma og lús sem svo berast upp í laxveiðiár landsins og sleppilaxar spilla villtum laxastofnum.

Tónlistarkonan Björk hefur ákveðið að láta málefnið til sín taka og skefur ekki utan af gagnrýninni. Að þessu sinni var hún í viðtali við Daze þar sem hún fór hörðum orðum um stöðuna í heimalandinu. Björk hefur tekið höndum saman við spænsku tónlistarkonuna Rósalíu og saman ætla þær að leggja sitt af mörkunum með því að gefa út lag og ánafna öllum ágóða þess til að hjálpa íbúum Seyðisfjarðar að berjast gegn sjókvíaeldi.

„Ísland er enn stærsta óspilla náttúrusvæði Evrópu svo við teljum það ábyrgð okkar að vernda landið okkar. Það má kalla náttúruna hina íslensku píramída. Við höfum ræktað kindur með sama hætti í þúsundir ára, þær lifa frjálsar á hálendinu í fjóra mánuði yfir heitasta tíma ársins. Svo í september förum við í réttir og komum þeim í fjárhús þar sem þær hafa mun meira plass en í hefðbundinni lambakjötsframleiðslu. Við höfum alltaf litið svo á að Íslendingar muni aldrei grípa til þess að beita dýr ofbeldi með nokkrum hætti. Þetta er hluti af þjóðarsálinni.“

Miklu verra en við héldum

Björk rekur að fyrir um áratug hafi sjókvíaeldi hafist fyrir alvöru hér á landi, þó þá hafi sjókvíar ekki verið margar. Landsmenn hafi þó fylgst náið með þróuninni. Fyrst var þetta litið jákvæðum augum þar sem þetta var atvinnuskapandi fyrir smærri sveitarfélög. Svo hafi komið út skýra á þessu ári sem sýndi að neikvæðar afleiðingar sjókvíaeldis eru tífalt verri en fólk taldi.

Eldislaxarnir séu erfðabreyttir og líf þeirra sé sársaukafullt og aumt. Þetta séu í raun afskræmd skrímsli. Hreistur þeirra leki af þeim og fimmti hver fiskur deyr í kvíum sökum aðstæðna. Laxarnir eru lúsugir og því þurfi töluvert af skordýraeitri og sýklalyfjum til að halda þeim á lífi, en þetta hafi hryllilegar afleiðingar fyrir annað dýralíf í íslenskum fjörðum.

Að baki þessu öllu standi norskir auðmenn. Þeir hafi reynt þetta sama í Noregi en stjórnvöld gripið í taumanna og hert reglur. Því hafi þeir haldið til Íslands og þar fái þeir frjálsar hendur.

„Allur þessi hryllingur sem ég er að lýsa er að eiga sér stað á Vestfjörðum, en á Austurfjörðum, þar er gullfallegur bær sem kallast Seyðisfjörður og þar eru nokkrir athafnamenn sem vilja hefja sjókvíaeldi þar. Meirihluti íbúa hefur mótmælt þessum áformum, en það er eins og þau hafi enga lagalega rödd. Svo þau hafa leitað aðstoðar dómstóla, og ágóðinn af áðurnefndu lagi mun renna beint í þau málaferli. Vonandi höfum við betur, jafnvel þó það taki þrjú ár eða lengur. Þá verður þetta mál fordæmi fyrir aðra firði Íslands sem og fyrir aðra staði úti í heimi. Það er eitt sem við vonum að geti hjálpað okkur, en það hefur virkað annars staðar, það eru rök sem lúta að líffræðilegum fjölbreytileika. Sjókvíaeldi er í raun að drepa annað lífríki í fjörðunum, því þarna er í raun ein tegund að taka yfir allar hinar.“

Björk er því ákveðin í afstöðu sinni til laxeldis – „Þetta er illska“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Í gær

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“