Loka þurfti verslunum Pennans/Eymundssonar í dag vegna netárásar sem gerð var á fyrirtækið. Mbl.is greinir frá þessu.
Fyrr í dag var ekki hægt að komast inn á heimasíðu fyrirtækisins, penninn.is, en því hefur nú verið kippt í liðinn.
Ekki liggur fyrir hvenær verslanir fyrirtækisins opna að nýju.