fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Þess vegna kíkir Matthías alltaf undir dýnuna og koddann þegar hann fer á hótel í útlöndum

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 7. nóvember 2023 17:30

Matthías Alfreðsson. Samsett mynd: Vísindavefurinn/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég leita alltaf af mér allan grun þegar ég fer á hótelherbergi erlendis. Ég kíki bara undir dýnuna og koddaverið og þessa helstu felustaði í kringum svefnstaðina.“

Þetta sagði Matthías Alfreðsson, skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, í þættinum Þetta helst á RÚV. Í þættinum var rætt um veggjalýs sem verið hafa á milli tannanna á fólki undanfarin misseri. Matthías var gestur þáttarins ásamt Steinari Smára Guðbergssyni meindýraeyði.

Þeir sem sjá um meindýravarnir hér á landi hafa vakið athygli á fjölgun veggjalúsarinnar að undanförnu. Steinar Smári er einn þeirra og sagði hann í viðtali við Morgunblaðið í október síðastliðnum að þokkalega mikið hafi verið af þessum kvikindum fyrir Covid en eitthvað hafi dregið úr þeim í miðjum faraldri.

„Svo þegar fór að létta á þess­um sam­komutak­mörk­un­um, þá varð bara spreng­ing,“ sagði Steinar.

Á vef RÚV er fjallað um þáttinn og orð þeirra Matthíasar og Steinars sem myndu frekar velja að búa með silfurskottum en veggjalús – af tveimur slæmum kostum.

„Ef það er eitthvað sem þú vilt ekki pikka upp á föstudagskvöldi og taka með þér upp í rúm, þá er það veggjalús. Því þar hún og kúrir, læðist hún fram á nokkurra daga fresti, þegar þú ert komin í REM-svefn, stingur og sýgur úr þér blóðið. Hennar aðalsmerkið eru þrjú bit, oftast svona einn til tveir sentímetrar á milli bita,“ segir Steinar í þættinum.

Hann segir það vera feimnismál þegar veggjalús kemur upp en staðreyndin sé sú að það sé bara óheppni þegar fólk fær hana í heimsókn. Hægt sé að pikka þær upp í leigubílum, flugvélum, lestum eða á hótelum.

Hægt er að hlusta á Þetta helst í hlaðvarpsveitum og þá er þátturinn aðgengilegur á vef RÚV.

Steinar Smári Guðbergsson.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Í gær

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“