fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Sveinn segir Bláa lónið þurfa að gera betur: „Mætti halda að textinn sé hannaður til þess að upplýsa eins lítið og hægt er“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 7. nóvember 2023 11:30

Sveinn Gauti segir eina vitið að loka lóninu meðan óvissan er svona mikil.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sveinn Gauti Einarsson umhverfisverkfræðingur skrifaði grein á Vísi síðastliðinn föstudag þar sem hann kallaði eftir því að Bláa lóninu yrði lokað vegna þeirrar óvissu sem er uppi í tengslum við jarðhræringar á Reykjanesi.

Nú hefur Sveinn Gauti aftur stungið niður penna þar sem hann ítrekar ákall sitt. Hann hefur áhyggjur af orðspori Íslands og vill að komið verði fram við ferðamenn eins og fólk.

Sjá einnig: Sveinn Gauti vill loka Bláa lóninu: „Ef fólk er í lóninu þá er ekki spurt að leikslokum“

Hvergi minnst á mögulegt eldgos

Í nýrri grein sem birtist á Vísi í morgun gerir Sveinn Gauti tilkynningu sem nú birtist á heimasíðu Bláa lónsins til ferðamanna að umtalsefni. Þar kemur fram, á ensku, að óvissustigi hafi verið lýst yfir vegna jarðhræringa en jafnframt tekið fram að allar byggingar á svæðinu eigi að þola jarðskjálfta.

„Á heimasíðunni er ekkert minnst á hættu á eldgosi. Það mætti halda að textinn sé hannaður til þess að að upplýsa eins lítið og hægt er og gera sem minnst úr áhættunni,“ segir hann.

Hann segir að með réttu ætti að koma fram að kvikuinnskot sé að eiga sér stað á 4-5 kílómetra dýpi undir lóninu og innskotið geti leitt til eldgoss. Almannavarnir telji öruggt að heimsækja lónið og hægt verði að segja til um eldgos með nokkurra klukkutíma fyrirvara. Þá sé ekki hægt að útiloka að rýma þurfi lónið með hraði.

Og, að lokum, þrátt fyrir að Almannavarnir telji svæðið öruggt hafi Þorvaldur Þórarðson, einn af okkar helstu sérfræðingum í eldvirkni á Reykjanesskaga varað við því að dekksta sviðsmynd sé að fyrirvari fyrir gos væru mínútur en ekki nokkrir klukkutímar.

Hér má sjá tilkynninguna á vef Bláa lónsins.

Segir orðspor landsins í hættu

„Bláa lónið setur ekki þessar upplýsingar á heimasíðuna. Þar á bæ er allt gert til þess að halda upplýsingum frá ferðamönnum. Forsvarsmenn fyrirtækisins héldu því fram að allir gestir væru upplýstir um stöðu mála við komuna á svæðið. Þegar fjölmiðlar mættu á staðinn til að ræða við ferðamenn kom í ljós að þetta var ósatt. Ferðamennirnir höfðu engar upplýsingar fengið um jarðhræringar við komuna í lónið,“ segir Sveinn Gauti í grein sinni í morgun.

Hann segir að mikil vinna hafi verið lögð í það hér á landi síðustu ár að byggja upp ferðaþjónustu sem nú er orðin helsta atvinnugrein landsins. Hann beinir spjótum sínum að fleiri aðilum en Bláa lóninu.

„Yfirvöld eru ekki að standa sig í því að koma upplýsingum á framfæri til ferðamanna. Á vefsíðu Safetravel eru engar upplýsingar um hættu á eldgosi og upplýsingar á vefsíðu Veðurstofunnar eru óaðgengilegar og henta helst þeim sem þekkja vel til jarðfræði landsins en síður hinum venjulega ferðamanni.“

Sveinn segir að lokum að orðspor landsins sé í hættu. „Komum fram við ferðamenn eins og fólk! Ég vil ítreka áskorun mína til Almannavarna um að láta loka Bláa lóninu strax. Ferðamannastöðum hefur verið lokað af miklu minna tilefni en þessu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Halla bendir á svívirðilegt óréttlæti – „Nýta sér skólana og fá sorpþjónustu eins og almennt launafólk, en leggja ekkert af mörkum“

Halla bendir á svívirðilegt óréttlæti – „Nýta sér skólana og fá sorpþjónustu eins og almennt launafólk, en leggja ekkert af mörkum“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Nýtt ofurflugskeyti Úkraínumanna dregur til Moskvu

Nýtt ofurflugskeyti Úkraínumanna dregur til Moskvu
Fréttir
Í gær

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“
Fréttir
Í gær

Gufunesmálið – Lúkas Geir í vitnastúku – Stefán sagði hann vera höfuðpaurinn

Gufunesmálið – Lúkas Geir í vitnastúku – Stefán sagði hann vera höfuðpaurinn
Fréttir
Í gær

Rússland sagt ramba á barmi bensínkrísu

Rússland sagt ramba á barmi bensínkrísu
Fréttir
Í gær

Mikil reiði eftir að dönsk yfirvöld tóku nýfædda dóttur af grænlenskri móður á grundvelli umdeilds prófs

Mikil reiði eftir að dönsk yfirvöld tóku nýfædda dóttur af grænlenskri móður á grundvelli umdeilds prófs
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ása fær yfir sig skít og skammir fyrir að reyna að græða á því að selja eignir meinta raðmorðingjans

Ása fær yfir sig skít og skammir fyrir að reyna að græða á því að selja eignir meinta raðmorðingjans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Klóra sér í kollinum yfir draugahúsi konungsfjölskyldunnar í Kúveit á Arnarnesi

Klóra sér í kollinum yfir draugahúsi konungsfjölskyldunnar í Kúveit á Arnarnesi