Þetta kemur fram í nýlegu stöðumati breska varnarmálaráðuneytisins um gang stríðsins. Fram kemur að Rússar reyni nú að sækja fram og þurfi að þola mikið mannfall sem og tap á hergögnum.
Að undanförnu hefur verið hart barist við bæinn Avdiivka en þar sækja Rússar fram, eins og svo oft áður, yfir opið landsvæði að sögn ráðuneytisins.
Þessi sóknaraðferð þýðir að Rússar hafa orðið fyrir miklu manntjóni og telur ráðuneytið því líklegt að frá því í byrjun október hafi Rússar misst mörg þúsund hermenn á þessu svæði. Þess utan hafa þeir líklega misst um 200 brynvarin ökutæki á síðustu þremur vikum.
Ráðuneytið segir að þessi hernaðartækni Rússa sýni að yfirmenn hersins sé reiðubúin til að sætta sig við mikið mannfall og tjón á hergögnum til að ná takmörkuðum árangri á vígvellinum.