Greint er frá andláti hans í Morgunblaðinu í dag.
Hann fæddist á Akureyri þann 7. nóvember 1940 og var sonur Ísafoldar Teitsdóttur og Halldórs Jónssonar stórkaupmanns.
Óttarr var áberandi í viðskiptum hér á landi og stofnaði heildverslunina Ísflex ehf. árið 1976. Áður starfaði hann hjá Almennum tryggingum og í heildverslun föður síns, Halldóri Jónssyni ehf. Hann var virkur þátttakandi í starfi Frímúrarareglunnar og var félagi í stúkunni Eddu, að því er segir í Morgunblaðinu.
Eftirlifandi eiginkona hans er Ingrid Halldórsson og eru dætur þeirra Esther Angelica og Íris Kristína.