fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fréttir

Maður ákærður fyrir að ljúga upp á sjálfan sig stórglæp – „Menn ljúga miskunnarlaust sem vitni í sakamálum“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 7. nóvember 2023 13:00

Héraðsdómur Reykjavíkur. Mynd: Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag er þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur mál gegn manni sem ákærður er fyrir að hafa borið ljúgvitni fyrir dómi í sakamáli árið 2019.

Atvikið átti sér stað 31. október þetta ár en maðurinn bar þá vitni í Héraðsdómi Reykjavíkur. Sagðist hann þá hafa í félagi við óþekktan aðila staðið að framleiðslu á rúmlega 8,5 kílóum af amfetamíni í sumarhúsi á ótilgreindum stað á landinu (nafnhreinsað í ákæru).

Er þess krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Fátítt mun vera að menn séu dregnir fyrir dóm á Íslandi fyrir að bera ljúgvitni. Sveinn Andri Sveinsson lögmaður, sem DV leitaði til um álit á málinu, segir það vera mjög sjaldgæft.

„Þetta þyrfti að gera oftar. Menn ljúga miskunnarlaust sem vitni í sakamálum almennt og það hefur enga eftirmála. Það má benda á að ástæðan fyrir því að menn veigra sér við að bera ljúgvitni fyrir t.d. bandarískum dómstólum er sú að þar er tekið mjög hart á ljúgvitnum, jafnt í einkamálum sem sakamálum.“

Segir Sveinn Andri með ólíkindum að maður beri sakir á sjálfan sig eins og raunin er í þessu máli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður
Fréttir
Í gær

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga