fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Dæmd fyrir árás með nefháraskærum

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 7. nóvember 2023 20:00

Þetta laugardagskvöld fór úr böndunum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona var í síðustu viku dæmd í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa stungið kærasta sinn í bakið með skærum. Hún var sýknuð af því að hafa stungið hann í andlitið.

Dómurinn var uppkveðinn í Héraðsdómi Vesturlands á föstudag.

Konan var ákærð í febrúar árið 2022 fyrir alvarlega líkamsárás með vopni. Það er að hafa veist að kærastanum á heimili hennar með ítrekuðum hnefahöggum í andlit og líkama, stungið hann ítrekað í líkamann með skærum og einu sinni í andlitið. Einnig að þegar maðurinn hafi flúið af heimilinu hafi hún elt hann og gert tilraun til að stinga hann í líkamann.

Fékk maðurinn fjögur sár vinstra megin á baki og vinstri öxl, sár á vinstri olnboga og vinstri kinn og sár og mar á vinstri upphandlegg.

Í dómnum kemur fram að málsmeðferðin hafi tafist verulega, meðal annars vegna þess að erfitt var að koma við skýrslum af ákærðu og brotaþola.

Kærastan réðist á hann

Í dómnum segir ekki hvenær árásin átti sér stað, nema að hún hafi verið á laugardagskvöldi. Lögreglan fékk tilkynningu um par í annarlegu ástandi, þau væru að rífast og að maðurinn væri með áverka.

Þegar lögreglan kom á vettvang voru þau bæði fyrir utan heimilið, ölvuð og í uppnámi, og hún að elta hann. Sagði konan lögreglunni að hann hefði veitt henni áverka á búk og hún hefði fengið mar. Fór hún svo af vettvangi.

Þá ræddi lögreglan við manninn sem sagði að þau væru kærustupar. Þau hefðu verið að elda saman um kvöldið en þá hefði hún allt í einu ráðist á hann með höggum og stungið hann ítrekað með naglaskærum. Hjá þeim voru tveir gestir. Hann sagðist ekki vita hvers vegna hún hefði gert þetta en þetta hefði komið fyrir áður.

Í skýrslu lögreglunnar kom fram að hann hefði verið miður sín út af þessu og grátið þegar hann sagði frá. Lögreglan myndaði áverkana og svo var honum ekið á gistiheimili þar sem hann bókaði gistingu.

Tók eftir rifbeinsbroti á Vogi

Í skýrslutöku af konunni kemur fram að þetta hafi ekki verið naglaskæri heldur nefháraskæri. Hún sagðist hafa verið inni á baði með þau þegar maðurinn kom að dyrunum. Henni hefði þá orðið bylt við, hann tekið í hana og ýtt henni yfir í herbergið við hliðina. Þau hefðu dottið og hann ofan á hana, hún tekið utan um hann og skærin þá stungist í hann.

Þá hefði maðurinn hlaupið út og þau svo lent í ryskingum á öðrum stað. Sagði hún að hann hefði verið hræddur við sig en hún vissi ekki af hverju það var.

Tveimur dögum seinna lagðist hún inn á Vog og þar tók hún heftir að hún væri rifbeinsbrotin eftir ryskingarnar. Neitaði hún því að þau hefðu verið í sambandi á þessum tíma en eftir að hún kom af Vogi hafa þau verið meira eða minna í sambandi síðan.

Blindhaugafullur

Maðurinn sjálfur sagði að konan hafi ekki ráðist á sig með höggum og stungum. Hann sagðist þó ekki muna vel eftir þessu kvöldi eða hverjir hefðu verið þarna. Hann hafi verið „blindhaugafullur.“

Sagði hann það mögulegt að hann hefði verið í einhvers konar kosti þetta kvöld þar sem hann hafði lent í líkamsárás ári áður af hendi fyrrverandi kærustu.

Maðurinn hafði mætt á lögreglustöð í janúar árið 2021 og óskað eftir því að málið gegn konunni yrði fellt niður.

Hótanir í 20 mínútur

Á meðal vitna voru tvær sem voru viðstaddar þetta matarboð. Önnur sagði að hin ákærða hefði hótað manninum í 20 mínútur og haldið á litlu eggvopni. Hún hefði stungið hann nokkrum sinnum í bakið og kallað: „Hann er með eyðni, passið ykkur.“ Hann hefði þá orðið hræddur, hrint henni í gólfið og hlaupið út.

Dómari taldi sannað að konan hefði átt upptök að átökum við manninn og af ásetningi stungið hann í tvö eða þrjú skipti í bakið með skærum. Annað var talið ósannað, svo sem að hún hefði stungið hann með skærum í andlit sem myndi flokkast sem sérstaklega hættuleg líkamsárás.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur
Fréttir
Í gær

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“
Fréttir
Í gær

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar