Lögreglan á Norðurlandi eystra leitar að vitnum að umferðarslysi á Akureyri þar sem ekið var á gangandi vegfaranda.
„Klukkan 18:15 í kvöld barst lögreglu tilkynning um umferðarslys þar sem ekið var á gangandi vegfaranda á gatnamótum Þingvallastrætis og Dalsbrautar. Ökumaður bifreiðarinnar ók af vettvangi án þess að tilkynna slysið og nú leitum við eftir vitnum. Þá viljum við einnig hvetja ökumanninn til þess að gefa sig fram við lögreglu,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni.
Eru þeir sem hafa upplýsingar um málið kvattir til þess að hringja í 112 og fá samband við lögregluna.