Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sakfellt mann fyrir fjárdrátt en honum var gefið að sök að hafa tæmt reikning fyrirtækis sem hann átti í sameign með tveimur öðrum mönnum. Upphæðin var 640 þúsund krónur. Sama dag og maðurinni millifærði þessa upphæð af upphæð af reikningi félagsins sat hann stjórnarfund í félaginu, en hann var einn þriggja stjórnarmanna, og minntist hann þar ekkert á þessa ráðstöfun. Um kvöldið fór af landi brott.
Eftir að meðeigendur höfðu gert athugasemd við millifærsluna lagði maðurinn megnið af peningunum inn á reikning annars félags og sagðist með því vera að gera upp skuld félagins. Hélt hann eftir 30 þúsund krónum sem ferðakostnaði.
Fyrir dómi mat dómarinn svo að manninum hafi ekki tekist að gera viðhlítandi grein fyrir þessum gjörningum yrði að líta svo á að hann hefði gerst sekur um refsivert athæfi.
Við ákvörðun refsingar var haft til hliðsjónar að maðurinn hefur ekki áður gerst brotlegur við lög og að óheyrilegur dráttur varð á málinu, en fjárdrátturinn var framinn árið 2018.
Var refsing ákveðin 60 daga skilorðsbundið fangelsi.
Dóminn má lesa hér.