fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Fréttir

Nágranni frá helvíti dæmdur til að selja íbúð sína – Áralöng saga ónæðis og tvö mannslát í íbúðinni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 31. október 2023 15:30

Mynd: Hari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt konu eina til að selja íbúð sína í stóru fjölbýlishúsi og flytja burtu. Varð dómstóllinn þar við kröfu húsfélagsins sem ályktaði á húsfundi að konan skyldi á brott og stefndi henni síðan fyrir dóm.

Tildrög málsins eru kvartanir annarra íbúðaeigenda í húsinu yfir ónæði frá konunni og samferðafólki hennar. Í dómnum eru tilgreindar kvartanir vegna ónæðis sem ná allt aftur til ársins 2013. Í tveimur tilvikum var um að ræða mannslát í íbúðinni vegna veikinda. Tilkynningalistinn er gífurlega langur og skrautlegur, en ofbeldi og fíknefnasala koma við sögu, auk þess sem einu sinni var gróti kastað í gegnum stofuglugga. Einnig hefur fundist þýfi í íbúðinni. Þá er íbúi í íbúð konunar sakaður innbrot í hjólageymslu hússins og hafði hurðinni verið sparkað upp og karmur brotinn.

Einnig var sonur konunnar sakaður um að brjóta og bramla í stigagangi hússins. Ennfremur kvörtuðu íbúar yfir því að hávaði bærist frá íbúðinni á öllum tímum sólarhrings og þar væri sífellt stunduð fíkniefnasala.

Í niðurstöðu dómsins segir meðal annars:

„Að öllu framangreindu virtu er það mat dómsins að stefnda hafi brotið gróflega og ítrekað gegn stefnanda og eigendum annarra eignarhluta í fjöleignarhúsinu að […]
með því að virða ekki skyldur sínar samkvæmt fyrrgreindum ákvæðum laga nr. 26/1994, sbr. 1. mgr. 55. gr. laganna. Stefnanda var því rétt að bregðast við umræddum brotum og senda stefndu áskorun þar sem skorað var á hana að taka upp betri siði. Með vísan til gagna málsins og framburðar vitnanna E, F, G og H, telst sannað að stefnda hafi ekki brugðist við erindinu og er því uppfyllt það skilyrði 2. mgr. 55. gr. laganna að áskorun til stefndu um að taka upp betri siði hafi ekki borið árangur. Stefnanda var samkvæmt þessu heimilt að banna stefndu búsetu og dvöl í húsinu, sbr. 3. mgr. 55. gr. laganna, og krefjast þess að hún seldi eignarhluta sinn, sbr. 4. mgr. sömu greinar. Verða dómkröfur stefnanda teknar til greina í samræmi við það.“

Er konan dæmd til að flytja, ásamt öllu sem henni tilheyrir, út úr íbúð sinni innan eins mánaðar frá dómsuppsögu. Ennfremur er henni skylt að selja eignarhlut sinn í húsinu innan þriggja mánaða frá dómsuppsögu.

Dóminn má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íslenskar konur komu hinni pólsku Aleksöndru á óvart – „Ég þekki konu sem á fimm börn með mismunandi mönnum og það angrar ekki neinn“

Íslenskar konur komu hinni pólsku Aleksöndru á óvart – „Ég þekki konu sem á fimm börn með mismunandi mönnum og það angrar ekki neinn“
Fréttir
Í gær

Ný könnun sýnir djúpa gjá á milli vestur- og austurhluta Reykjavíkur – Sjálfstæðisflokkurinn höfðar ekki til ungra kjósenda

Ný könnun sýnir djúpa gjá á milli vestur- og austurhluta Reykjavíkur – Sjálfstæðisflokkurinn höfðar ekki til ungra kjósenda
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Farsæl endalok í Langahlíð Guesthouse málinu – Áhrifavaldurinn endurgreiddi trygginguna

Farsæl endalok í Langahlíð Guesthouse málinu – Áhrifavaldurinn endurgreiddi trygginguna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur