fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Einar: „Þetta er auðvitað dálítið óvenjulegt“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 31. október 2023 09:59

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hæglætisveður hefur verið á landinu síðustu daga og ekki er útlit fyrir að það muni breytast mikið næstu daga. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir stöðuna óvenjulega í ljósi þess að nú er sá tími ársins þegar jafnan er mest um rigningar.

Bjart hefur verið í veðri síðustu daga, hægur vindur og í raun ekki margt sem minnir á að haustið sé komið og veturinn á næsta leiti.

„Þetta er auðvitað dálítið óvenjulegt en hefur samt sem áður allt saman sést áður. Það er óskaplega hægviðrasamt, þetta er nú sá tími ársins þar sem mest er um rigningar. Fjöldi rigningardaga verður hvað mestur á þessum árstíma, október og nóvember, þannig að svona langur stilltur kafli kemur skemmtilega á óvart og bara um að gera að njóta hans,“ sagði Einar í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Einar segir að erfitt sé að setja út á þetta hagfellda veður en bendir þó á að borið hefur á hálku á vegum fyrir norðan og austan. Hvetur hann ökumenn og aðra til að fara varlega.

„Það er svona eini neikvæði fylgifiskurinn með þessu. Að öðru leyti er þetta mjög gott og verður áfram,“ sagði Einar.

Veðurspár gera ráð fyrir að veðrið verði svipað næstu daga – og jafnvel vikur. „Ég spurði nú á netinu hvort við séum að horfa á látlausa norðaustanátt fram til 20. nóvember. Þetta er algjört þráviðri, lægðirnar eru allar langt fyrir sunnan okkur,“ segir Einar og bætir við að þetta skili sér í óvenju mikilli rigningatíð í Vestur-Evrópu og við Bretlandseyjar. „Við fáum að vera í friði á meðan.“

Einar segir að þessari „veðurtýpu“ sé spáð að minnsta kosti fram yfir helgi og jafnvel lengur. Hugsanlega komi veilur í hana um miðja næstu viku en svo eigi hún að taka sig upp aftur. Hann segir að hugsanlega komi að skuldadögum síðar, ef svo má segja.

„Svo er eitt sem gerist þegar veðrið er svona, það kólnar mjög við austurhluta Grænlands og þá má minna út af bregða til að við að við fáum yfir okkur alvöru hryssing, alvöru kalt loft.“

Allt viðtalið við Einar í Bítinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Í gær

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“