fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Er þetta lokatakmark Ísrael varðandi Gaza?

Björn Þorfinnsson
Mánudaginn 30. október 2023 12:30

Kristinn Hrafnsson bendir á áhugaverða kenningu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástandið á Gaza-ströndinni fer síversnandi enda stigmagnast árásir Ísraelhers á norðurhluta landssvæðisins og á almenningur fótum fjör að launa. Hvert langtímamarkmið er, fyrir utan að uppræta Hamassamtökin, veit engin enda hafa yfirvöld í Ísrael ekki gefið út neinar slíkar áætlanir eins og fjölmiðlamaðurinn Kristinn Hrafnsson bendir á.

Kristinn segir að vísbending kunni að liggja í minnisblaði frá opinberri ísraelskri stofnun, Ministry of Intelligence, sem lekið var til miðilsins Mekomit. Stofnunin er ekki sérlega áhrifamikil samkvæmt miðlinum en engu að síður er áhugavert að sjá svart á hvítu þær tillögur stofnunin leggur fram til annarra opinberra aðila, meðal annars leyniþjónustunnar og hersins í Ísrael.

Tillögurnar rýma nefnilega ágætlega við þá atburðarás sem nú er hafin á Gaza-ströndinni.

Neyða Egypta til að taka við íbúum Gaza

„Í þessu plaggi eru dregnar upp nokkrar sviðsmyndir en sú sem mælt er með felur í sér að flæma alla Palestínumenn frá Gaza (2,2-2,3 milljónir) og koma þeim fyrir á Sínaí skaganum í Egyptalandi. Plaggið er dagsett 13. október og felur í sér hugmyndir um nánari útfærslu og sér í lagi hvernig vinna skal þessari hugmynd fylgi,“ skrifar Kristinn.

Þar er lagt til í fyrstu að flæma alla íbúa Gaza frá norðurhlutanum til landamæra Egyptalands og skapa pressu á þarlend stjórnvöld að opna landamærin og taka við fólkinu. Síðan verður norðurhlutinn sprengdur linnulaust þar til farið verður inn með her og landssvæðið smátt og smátt tekið yfir.

„Þó að ekki sé hægt að fullyrða að þetta sé stefnan sem fylgt er í átt að „hinni endanlegu lausn“ er sannarlega verið að fylgja þeim skrefum sem þarna er mælt með. Áætlanir um þjóðernishreinsanir eru því til á blaði hjá opinberri stofnun í Ísrael,“ segir Kristinn.

Hér má sjá áhugaverða færslu Kristins í heild sinni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Harmleikurinn í Kiðjabergi – Gediminas varð Victoras að bana

Harmleikurinn í Kiðjabergi – Gediminas varð Victoras að bana
Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“