fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Fréttir

Ítalskir fjölmiðlar dásama Albert og segja þessi stórlið vilja kaupa hann

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 3. október 2023 09:32

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru ekki bara stærstu lið Ítalíu sem hafa áhuga á því að kaupa Albert Guðmundsson sóknarmenn Genoa. Í hinum virta miðli Gazzetta, segir að lið frá Spáni hafi einnig áhuga.

Albert hefur verið frábær síðustu vikur með Genoa og hefur það ýtt undir áhuga stærri félaga á honum.

Albert kom til Genoa í janúar á síðasta ári og féll með liðinu í Seriu B. Liðið komst aftur upp í efstu deild og hefur Albert spilað vel.

Roma og Napoli hafa áhuga á að kaupa íslenska sóknarmanninn en nú virðast lið á Spáni einnig farin að sýna honum áhuga.

Albert er 26 ára gamall og lék áður í Hollandi. Líklegt er talið að hann fari frá Genoa í janúar þegar félagaskiptaglugginn opnar.

Napoli eru núverandi meistarar á Ítalíu en hjá Roma gæti hann leikið undir stjórn Jose Mourinho.

Albert hefur skorað þrjú mörk í síðustu tveimur leikjum og hefur sprungið út undir stjórn Alberto Gilardino.

Albert má ekki leika með íslenska landsliðinu þessa dagana þar sem að hann var kærður fyrir kynferðisbrot af konu hér á landi, málið er búið í rannsókn og er nú á borði ákærusviðs sem tekur ákvörðun um næstu skref.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót
Fréttir
Í gær

Sturlaðist í Veiðivötnum og framdi rán

Sturlaðist í Veiðivötnum og framdi rán
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Ég er með fullt af skoðunum sem stangast á við skoðanir þessa gaurs“

„Ég er með fullt af skoðunum sem stangast á við skoðanir þessa gaurs“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Conor McGregor hættir við forsetaframboð – Sá fram á rothögg

Conor McGregor hættir við forsetaframboð – Sá fram á rothögg