fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Móðir vann dómsmál og er heimilt að sparka tveimur sonum sínum á fimmtugsaldri út úr húsi sínu

Ritstjórn DV
Laugardaginn 28. október 2023 17:40

Myndin tengist fréttinni ekki beint en á að tákna móðurástina.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svo virðist sem móðurástin eigi sér einhver takmörk. Það er að minnsta kosti raunin hjá 75 ára gamalli móður í norður-ítölsku borginni Pavia. Móðirin vann dómsmál gegn tveimur sonum sínum, sem eru 40 og 42 ára gamlir, sem neituðu að yfirgefa heimilið. Niðurstaðan dómsmálsins var sú að móðirin langþreytta fær að vísa sonunum á dyr.

Lýsti sonunum sem „sníkjudýrum“

Í dómsskjölum málsins, sem CNN fjallar um, kemur fram að móðirin lýsi sonum sínum sem „sníkjudýrum“. Þeir búi í húsi í hennar eigu án þess að hjálpa til fjárhagslega né sinna heimilisverkum. Þá kemur fram að synirnir séu báðir launamenn en hjálpi þó ekkert til.

Móðirin, sem skildi við föður sonanna fyrir margt löngu, og var orðinn langþreytt á að allur lífeyrir hennar færi í að borga fæði og húsnæði fyrir synina. Hún ákvað því að vísa þeim á dyr en í stað þess að hlýða móður sinni þá réðu synirnir lögfræðing og freistuðu þess að búa áfram hjá móður sinn.

Dómari málsins, Simona Caterbi, hafði hinsvegar samúð með stöðu móðurinnar og úrskurði að henni væri fyllilega heimilt að vísa þessum tveimur stóru börnum (“bamboccioni”) á dyr. Sagði Caterbi að ekkert í lögum segði að fullorðin börn hefðu rétt á því að foreldrar þeirra héldu þeim upp fram í hið óendanlega.

Yfirgefa hreiðrið seint um síðir

Ítalir yfirgefa yfirleitt foreldrahúsin seint um síðir en að meðtali gerist það um 30 ára aldurinn. Þetta er því ekki í fyrsta sinn sem að slíkt dómsmál vekur athygli í landinu en árið 2020 úrskurði hæstiréttur á Ítalíu að 35 ára karlmaður yrði að sjá um sig sjálfur en hann hafði krafist fjárhagsaðstoðar frá foreldrum sínum því hann næði ekki endum saman með mánaðarlaunum sínum:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Í gær

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“