fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Segja kosningu nýs formanns Bandalags kennara á Norðurlandi eystra hafa verið löglega

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 26. október 2023 18:11

Síðuskóli á Akureyri. Mynd/Siduskoli.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og DV hefur greint frá hafa verið uppi miklar hræringar innan Bandalags kennara á Norðurlandi Eystra (BKNE). Í byrjun október var formannskjöri í Bandalaginu flýtt og nýr formaður, Hanna Dóra Markúsdóttir, kosinn. Var þetta sagt gert til að koma þáverandi formanni, Helgu Dögg Sverrisdóttur kennara við Síðuskóla á Akureyri, frá en hún hafði látið ýmis ummæli falla á opinberum vettvangi um trans fólk sem vöktu deilur og óánægju.

Sjá einnig: Uppnám hjá Bandalagi kennara á Norðurlandi eystra – Hugsanlega tilraun til valdaráns

Helga og lögmaður hennar vildu meina að kjörið bryti í bága við lög félagsins en fyrir stundu birtist færsla á Facebook-síðu BKNE þar sem lesa má bókun sem nokkrar stjórnarkonur lögðu fram á stjórnarfundi bandalagsins í dag. Þar segjast þær hafa leitað lögfræðiálits og niðurstaða þess sé sú að farið hafi verið í einu og öllu eftir lögum félagsins. Færslan hljóðar svo:

„Tilkynning stjórnar BKNE, dags., 26. október 2023

Á fundi stjórnar Bandalags kennara á Norðurlandi eystra (hér eftir BKNE) í dag, lögðu undirritaðar stjórnarkonur fram svohljóðandi bókun:

„Aðalfundur BKNE hefur æðsta vald í málum svæðafélagsins. Staðið var í einu og öllu rétt að málum lögum samkvæmt, bæði hvað varðar boðun aðalfundar, tilkynningu um lagabreytingartillögur og kosningar. Ákvarðanir sem aðalfundur BKNE samþykkti þann 5. október sl. eru því bindandi.

Stjórn BKNE fer með æðsta vald í málefnum félagsins milli aðalfunda og ber að taka ákvarðanir með hag félagsmanna að leiðarljósi í samræmi við niðurstöðu aðalfundar. Með vísan til framangreinds er Hanna Dóra Markúsdóttir rétt kjörinn formaður BKNE samkvæmt niðurstöðu aðalfundar og tekur hún við formennsku félagsins frá og með deginum í dag.“

Tilefni ofangreindrar bókunar er bréf frá lögmanni Helgu Daggar Sverrisdóttur fráfarandi formanns BKNE þar sem gerðar voru ýmsar athugasemdir við verklag í tengslum við aðalfund félagsins og á því byggt að kosning nýs formanns hafi verið ólögleg.

Undirritaðar stjórnarkonur leituðu álits lögfræðistofu sem komst að því eftir að hafa farið yfir öll gögn í málinu, að athugasemdir lögmanns Helgu Daggar standist ekki skoðun og að í einu og öllu hafi verið staðið rétt að málum samkvæmt lögum félagins, bæði hvað varðar boðun aðalfundar, tilkynningu um lagabreytingartillögur og kosningar. Ákvarðanir sem aðalfundur BKNE samþykkti þann 5. október sl. séu því bindandi og ekki hægt að efast um lögmæti þeirra.

Stjórn BKNE vonast nú til að ofangreindu máli sé lokið og að hægt verði að einbeita sér að því að efla samvinnu og samstöðu félagsmanna og vinna að bættum kjörum og starfsskilyrðum þeirra eins og hlutverk BKNE gengur út á.

Pollý Rósa Brynjólfsdóttir

Jónína Vilborg Karlsdóttir

Erla Rán Kjartansdóttir

Sigríður Sigmundsdóttir

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó
Fréttir
Í gær

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir