fbpx
Mánudagur 20.október 2025
Fréttir

Fangi ákærður fyrir að senda unglingsstúlku typpamynd

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 26. október 2023 16:30

Mynd: Fréttablaðið. Tengist frétt ekki.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 25. október var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur mál gegn manni sem sakaður er um kynferðisbrot, blygðunarsemisbrot og brot gegn barnaverndarlögum. Brotin voru framin með einkaskilaboðum á Snapchat.

Maðurinn er annars vegar ákærður fyrir brot gegn blygðunarsemi og barnaverndarlagabrot með því að hafa í lok ágúst árið 2021 sent stúlku undir 18 ára aldri mynd af getnaðarlim sínum og viðhaft kynferðislegt tal við hana.

Þann 10. júlí sama ár er maðurinn sakaður um að hafa áreitt aðra stúlku undir lögaldri kynferðislega með því að hafa viðhaft kynferðislegt tal við hana.

Maðurinn afplánar nú dóma í öðrum málum í fangelsinu Hólmsheiði en ekkert bendir til að hann hafi setið inni þegar þessi brot voru framin.

Fyrir hönd hvorrar stúlku um sig er krafist miskabóta upp á eina milljóna króna eða samtals tveggja milljóna króna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Teslu-brunamálið: Réttarhöldum lokað eftir að þau hófust – Sakborningur og brotaþoli fengu neyðarhnapp að ákvörðun lögreglu

Teslu-brunamálið: Réttarhöldum lokað eftir að þau hófust – Sakborningur og brotaþoli fengu neyðarhnapp að ákvörðun lögreglu
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Staðan aldrei erfiðari – „Dæmi um að greiða þurfi foreldrum og forráðamönnum fyrir að taka þátt í fjáröflunarverkefnum“

Staðan aldrei erfiðari – „Dæmi um að greiða þurfi foreldrum og forráðamönnum fyrir að taka þátt í fjáröflunarverkefnum“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kýpurverjar að drukkna í villiköttum – Geldingar duga ekki til

Kýpurverjar að drukkna í villiköttum – Geldingar duga ekki til
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hugleiki sparkað af Facebook og Instagram – „Þetta er heimurinn sem við búum í“

Hugleiki sparkað af Facebook og Instagram – „Þetta er heimurinn sem við búum í“