Lukoil tilkynnti um andlátið. Hann hafði starfað í olíu- og gasiðnaðinum í tæplega hálfa öld.
Sky News segir að Lukoil hafi ekki viljað tjá sig nánar um andlátið.
Í september á síðasta ári lést Ravil Maganov, forveri hans í stjórnarformannsstólnum, þegar hann „datt út um glugga“ á sjúkrahúsi í Moskvu. Margir telja að honum hafi verið „hjálpað“ við að detta út um gluggann því Lukoil hafði tekið afstöðu gegn innrásinni í Úkraínu. Yfirlýsing félagsins þar um er enn á heimasíðu þess.
Andlát Nekrasov vekur upp vangaveltur um hvort brögð hafi verið í tafli og það hafi jafnvel ekki borið að með eðlilegum hætti. Það er vel þekkt að útsendarar Vladímír Pútíns, forseta, hafa komið við sögu í morðum og morðtilræðum við fólk sem hefur verið forsetanum þyrnir í augum.
Frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu hafa á þriðja tug framámanna í rússnesku viðskiptalífi látist, flestir við dularfullar kringumstæður. Meðal annars eru dæmi um menn sem hafa „dottið“ út um glugga eða niður stiga og kringumstæður nokkurra „sjálfsvíga“ hafa þótt ansi undarlegar.