fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Fréttir

Ný brú yfir Þorskafjörð opnar á morgun

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 24. október 2023 10:59

Mynd: Vegagerðin

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni mun ný brú yfir Þorskafjörð opna á morgun, 25. október, kl. 14.00.

Í tilkynningunni segir að með þverun Þorskafjarðar styttist Vestfjarðarvegur um 10 kílómetra. Enn fremur er sérstaklega tekið fram að framkvæmdin sé átta mánuðum á undan áætlun.

Samkvæmt tilkynningunni munu Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra, Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar og Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri Reykhólahrepps opna brúnna.

Jóhanna Ösp Einarsdóttir, varaoddviti Reykhólahrepps, formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga og íbúi í Gufudal mun síðan fara ríðandi yfir brúnna með fjölskyldu sinni. Í tilkynningunni segir að fáir séu fegnari framkvæmdum við Vestfjarðarveg um Gufudalssveit en barnafólk á svæðinu sem sjái nú fram á að skólabíllinn geti ekið láglendisvegi í stað víðsjárverðra fjallvega.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íris segir erfitt að losna við blankheitahugsun og byrja að spara: „Peningurinn rennur ekkert út, hann myglar ekkert, hann verður þarna og þú getur bara geymt hann“

Íris segir erfitt að losna við blankheitahugsun og byrja að spara: „Peningurinn rennur ekkert út, hann myglar ekkert, hann verður þarna og þú getur bara geymt hann“
Fréttir
Í gær

Níu gistu fangageymslur í nótt

Níu gistu fangageymslur í nótt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vöknuðu upp við vondan draum – Vissu ekki að nýtt fjölbýlishús ætti að vera svona nálægt

Vöknuðu upp við vondan draum – Vissu ekki að nýtt fjölbýlishús ætti að vera svona nálægt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nágrannaerjur í Vesturbænum – Fá ekki að losna við girðingu nágrannanna sem vísa til brunahættu og óþefs

Nágrannaerjur í Vesturbænum – Fá ekki að losna við girðingu nágrannanna sem vísa til brunahættu og óþefs
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni