fbpx
Fimmtudagur 17.júlí 2025
Fréttir

Útköllum fjölgað mikið að undanförnu: „Ég hef séð tunnur hvítar af maðki, alveg hvítar að innan“

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 19. október 2023 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steinar Smári Guðbergsson meindýraeyðir segir að útköllum hafi fjölgað töluvert eftir að nýtt flokkunarkerfi sorphirðu var innleitt fyrr á árinu. Steinar segir þó í samtali við DV að aukningin sé í takti við það sem hann bjóst við.

„Ég bjóst alveg við þessu. Þetta er fylgifiskur þess þegar ruslageymslur eru ekki þrifnar reglulega og fylgifiskur lífræns úrgangs,“ segir Steinar en hann var í þann mund að fara skjóta rottu sem hafði komið sér fyrir inni í eldhúsinnréttingu á heimili einu í Vesturbænum þegar DV náði tali af honum í dag.

Er nóg af þeim núna? Rottunum?

„Það hefur aðeins dregið úr því en það var slatti af þessu í september og ágúst. En það er náttúrulega alltaf slatti af þeim.“

Nýtt flokkunarkerfi haft áhrif

DV lék forvitni á að vita hvort útköllum í heimahús og ruslageymslur hefði fjölgað eftir að nýtt flokkunarkerfi sorphirðu var tekið í gagnið. Nú þarf til dæmis að safna matarleifum í þar til gerðan pappírspoka og er pokanum svo hent ofan í sérstakt hólf í tunnunum.

Ýmsir hafa kvartað undan því að flugur séu meira áberandi í heimahúsum en áður og þá hefur DV heyrt sögur af miður skemmtilegri aðkomu í ruslageymslum á höfuðborgarsvæðinu, þar sem maðkar og jafnvel kakkalakkar hafa komið sér vel fyrir.

„Ruslageymslur í fjölbýlishúsum eru alltaf í vandamálum með þetta. Ég hef séð tunnur hvítar af maðki, alveg hvítar að innan,“ segir Steinar Smári sem tekur fram að vandamálið sé einnig bundið við híbýli fólks. Mikilvægt sé að henda lífræna ruslinu út reglulega, helst á hverjum degi, og safna ekki dósum og flöskum sem innihéldu sykraða drykki eða bjór inni í eldhúsi.

„Það tekur eggið ekki nema fimm daga að klekjast út og þá kemur bara árás. Þannig að ef það kemur ein og hún verpir í svona flösku og flaskan fær að standa lengur en í fimm daga þá klekjast eggin út. Þá er gott að vera búið að henda flöskunum út fyrir hús eða fara með þær í flokkun,“ segir Steinar sem segir að útköllum vegna þessa vandamáls hafi fækkað að undanförnu enda farið að kólna í veðri. Samt sem áður komi tilvik sem þessi upp allt árið.

Kakkalakkinn orðinn partur af lífríkinu

Steinar segir að útköllum vegna kakkalakka hafi fjölgað mikið á síðustu árum. DV heyrði af einu slíku dæmi í ónefndu hverfi á höfuðborgarsvæðinu þar sem allt var morandi í kakkalökkum í ruslageymslunni.

„Það er nokkuð oft sem það gerist og það gerist miklu oftar en áður. Ég myndi segja að þeir væru orðnir partur af lífríkinu, þannig lagað,“ segir Steinar sem fær reglulega símtöl út af kakkalökkum.

„Þetta er ekki bundið við ákveðin svæði. Kakkalakkanum er alveg sama hvar hann er,“ segir Steinar og bætir við að ef hann kemur í heimsókn og lítið er um að vera; allur matur í lokuðum hirslum og ekkert óhreint leirtau í vaskinum sé hann fljótur að láta sig hverfa.

„Ef það er allt „spikk og span“ þá húkkar hann sér bara far með næstu manneskju eða í næstu íbúð. En ef það er brotalöm á þessu þá getur hann sest að,“ segir Steinar að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Brá við að finna tannstöngul í hurðinni – „Djöfull er þetta vel úthugsað hjá þessum skröttum“

Brá við að finna tannstöngul í hurðinni – „Djöfull er þetta vel úthugsað hjá þessum skröttum“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Erlendir ferðamenn og rútubílstjórar stoppa við Reykjavíkurveginn – Lögreglan biðlar til fólks að hætta þessu

Erlendir ferðamenn og rútubílstjórar stoppa við Reykjavíkurveginn – Lögreglan biðlar til fólks að hætta þessu
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Tekist á um eitt trjálausasta svæði höfuðborgarsvæðisins – „Tré til að byrgja fyrir útsýni? Nei takk“

Tekist á um eitt trjálausasta svæði höfuðborgarsvæðisins – „Tré til að byrgja fyrir útsýni? Nei takk“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Fjölskylda Ghislaine Maxwell sakar bandarísk yfirvöld um rangláta málsmeðferð og hylmingu í Epstein-málinu

Fjölskylda Ghislaine Maxwell sakar bandarísk yfirvöld um rangláta málsmeðferð og hylmingu í Epstein-málinu
Fréttir
Í gær

Eldgos hófst í nótt: Á heppilegum stað og virðist ekki ógna innviðum

Eldgos hófst í nótt: Á heppilegum stað og virðist ekki ógna innviðum
Fréttir
Í gær

Háttsettir embættismenn og auðkýfingar hrynja eins og flugur

Háttsettir embættismenn og auðkýfingar hrynja eins og flugur