fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Fötluðum hælisleitenda aftur vísað úr landi – Fjölskyldan í sárum

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 18. október 2023 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fötluðum hælisleitanda frá Írak, Hussein Hussein, og fjölskyldu hans verður aftur vísað úr landi eftir að kærunefnd útlendingamála komst að niðurstöðu í málinu. RÚV greinir frá þessu.

Málið vakti gríðarlega athygli í fyrra þegar Hussein, sem notast við hjólastól, var sendur úr landi í fyrra ásamt tveimur systrum sínum, bróður og móður.

Sjá einnig: Hryllilega sagan á bak við flótta Hussein Hussein og fjölskyldu til Íslands – Faðir hans drepinn eftir hræðilegar pyntingar

Fjölskyldan sneri aftur til Íslands í desember í fyrra eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að úrskurður kærunefndar útlendingamála hefði byggst á ólögmætum rökum. Málið var aftur tekið til meðferðar hjá nefndinni sem hefur komist að niðurstöðu um brottvísun fjölskyldunnar.

Albert Björn Lúðvígsson, lögmaður fjölskyldunnar, sagði í fréttum RÚV að fjölskyldunni hefði verið birt þessi niðurstaða á mánudag. Fékk fjölskyldan sjö daga til að yfirgefa Ísland sjálfviljug. Gagnrýnir hann það að það sé ekki nægur tími fyrir einstakling í hjólastól.

Þá segir Albert að ekki sé litið til álits og greinargerðar réttindamanns fatlaðra sem taldi íslenskum stjórnvöldum skylt að greina stuðningsþörf Husseins.

Albert segir fjölskylduna í sárum vegna þessarar niðurstöðu, en systur Husseins hafa lagt stund á nám í Fjölbrautaskólanum við Ármúla.

„Þau eru náttúrlega bara eðlilega fullkomlega miður sín yfir þessu. Og líka þessum skamma tíma sem þau fá núna til þess að bregðast við þessu. Sjö dagar er ansi skammur tími til þess að þurfa að flytja aftur búferlum milli landa,“ sagði Albert við RÚV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir
Fréttir
Í gær

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“
Fréttir
Í gær

Selenskíj varpar ljósi á það hversu margir úkraínskir hermenn hafa fallið í stríðinu

Selenskíj varpar ljósi á það hversu margir úkraínskir hermenn hafa fallið í stríðinu
Fréttir
Í gær

Ilræmdur rússneskur pyntingastjóri drepinn með bílsprengju

Ilræmdur rússneskur pyntingastjóri drepinn með bílsprengju
Fréttir
Í gær

Uppnám í Langholtshverfi vegna drápshunda – „Þessir hundar voru að drepa kött kærastans míns! Hringdu á lögguna strax“

Uppnám í Langholtshverfi vegna drápshunda – „Þessir hundar voru að drepa kött kærastans míns! Hringdu á lögguna strax“