Magnus Carlsen, sterkasti skákmaður heims og mögulega allra tíma, er ekki mikill áhugamaður um að tapa skákum. Norðmaðurinn hefur verið á mikilli siglingu undanfarin misseri, með sigrum í heimsbikarmóti FIDE, Evrópukeppni taflfélaga og hinum ýmsu öflugu netmótum, en hann brotlenti í annarri umferð Qatar Masters-mótsins sem fram fór í gær. Carlsen mætti þá kasakstaníska alþjóðlega meistaranum Alisher Suleymenov með svörtu og var gjörsamlega pakkað saman, eitthvað sem vakið hefur mikla athygli.
Áhugasamir geta rennt yfir skákina hér en taflmennska Suleymanov, sem er nánast óþekktur skákmaður, var nánast óaðfinnanleg en talað hefur verið um að þetta sé versta tap Norðmannsins frá því að hann var á barnsaldri.
Tapið fór greinilega illa í Carlsen sem fór upp á hótelherbergi sitt og birti skömmu síðar tvö tíst þar sem hann óskaði andstæðingi sínum til hamingju með sigurinn en benti svo á að hann hefði skartað úri á meðan skákinni stóð og það hafi truflað einbeitingu hans og vakið upp óþægilegar hugmyndir um mögulegt svindl. Þá gagnrýndi hann aðstandendur mótsins fyrir að gæta ekki nægilega að mögulegum svindlvörnum, til að mynda hafi áhorfendur gengið um með snjallsíma sem er óþekkt á sterkustu skákmótum heims.
Fyrir þá sem eru óvanir skákmótum þá er rétt að benda á að á stærstu skákmótum heims er mikið púður lagt í að verjast mögulegu svindli. Skákir eru nefnilega sendar út í beinni útsendingu og undir niðri malla gríðarlega öflugar skáktölvur sem að reikna út besta leikina. Óttinn við að einhver leki til skákmanns í miðri skák hver sé besti leikurinn í stöðunni er því mikill.
1/2 I was completely crushed in my game today. This is not to accuse my opponent of anything, who played an amazing game and deserved to win, but honestly, as soon as I saw my opponent was wearing a watch early in the game, I lost my ability to concentrate.
— Magnus Carlsen (@MagnusCarlsen) October 12, 2023
2/2 I obviously take responsibility for my inability to deal with those thoughts properly, but it’s also incredibly frustrating to see organisers still not taking anti-cheating seriously at all (no transmission delay, spectators walking around the playing hall with smartphones)
— Magnus Carlsen (@MagnusCarlsen) October 12, 2023
Eins og frægt varð tapaði Carlsen á síðasta ári fyrir Bandaríkjamanninum Hans Niemann og ýjaði í kjölfarið að meintu svindli andstæðingsins. Það varð að heimsfrétt, ekki síst þegar þeirri kenningu var varpað fram að aðstoðarmaður hafði komið skilaboðum til Niemann með fjarstýrðum endaþarmskúlum. Svo fór að Niemann kærði Carlsen og nokkra aðra sterka skákmenn fyrir mannorðsmissi en á dögunum náðu deiluaðilar sáttum í málinu.
Nú gæti farið að Suleymenov blessaður þurfi að verjast svipuðum ásökunum. Samfélagsmiðlar á borð við X loga nú í umræðum um málið og hafa margir aðdáaendur Carlsen tekið saman videóbrot þar sem sá kasakstaníski snertir úrið sitt reglulega. Það telja margir að sé grunsamlegt, þrátt fyrir að aðeins sé um hefðbundið úr að ræða en ekki snjallúr.
Nice watch. pic.twitter.com/6vDbt6U5vr
— Olimpiu Di Luppi (@olimpiuurcan) October 12, 2023