fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
Fréttir

Inga segist ekki skulda Hjörleifi 300 þúsund krónur: „Þetta er bara beiskur, gamall, reiður karl, punktur“

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 13. október 2023 11:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjörleifur Hallgríms, eftirlaunaþegi á Akureyri, vandar Ingu Sæland ekki kveðjurnar og segir hana hafa neitað að greiða honum laun fyrir vinnu sem hann innti af hendi fyrir síðustu bæjarstjórnarkosningar. Inga segir í samtali við DV að um tóma þvælu sé að ræða og Hjörleifur sé „beiskur“ og „gamall“ karl.

Hjörleifur skrifaði grein sem birtist á vef Vísis í gær þar sem hann gengur býsna langt gegn Ingu og þjófkennir hana í raun.

Var rekinn úr flokknum

Hjörleifur, sem sjálfur hefur kallað sig guðföður lista Flokks fólksins á Akureyri, komst í fréttirnar á síðasta ári eftir að þrjár konur sem skipuðu efstu sætin á listanum lýstu ofbeldi, kynferðislegri áreitni og einelti af forystumanna flokksins norðan heiða.

Konurnar blésu til blaðamannafundar í fyrra þar sem Hjörleifur kom við sögu en konurnar lýstu meðal annars kynferðislegri áreitni af hendi Hjörleifs. Fór að lokum svo að stjórn Flokks fólksins ákvað að reka hann úr flokknum.

Í greininni sem Hjörleifur skrifar segir hann farir sínar ekki sléttar af samskiptum við Ingu. Hann bendir á að Inga hafi fyrir skemmstu skrifað grein sem fjallaði um að aldraðir hefðu lengi þurft að umbera stjórnmálamenn sem sigla undir fölsku flaggi.

„Þarna tel ég, sem þekki til að Inga Sæland sé að lýsa sjálfri sér í stórum dráttum,“ sagði Hjörleifur og lýsti svo málavöxtum eins og þau sneru að honum.

„Málið er að ég vann fyrir síðustu bæjarstjórnarkosningar hér á Akureyri mikið og eftirtektarvert starf sem skilaði mjög góðum árangri í verktöku fyrir Flokk fólksins og tók mig um einn mánuð og ætlaði ég af mínu rómaða lítillæti að taka kr. 300 þús. fyrir en það var einmitt sú upphæð sem skúrkurinn Bjarni fjármálaráðherra ætlar okkur gamlingjunum að lifa af,“ segir hann.

Hann segir að nú standi málin þannig að Inga neiti að greiða honum launin og „ætlar þar með að stela þessum krónum af mér“.

Fúll og reiður

Inga segir í samtali við DV að hún hafi verið hissa á því að greinin hafi yfir höfuð verið birt á vef Vísis, enda alvarlegar ásakanir í henni sem enginn fótur er fyrir.

„Hann var aldrei ráðinn hjá okkur þessi maður, aldrei nokkurn tímann, og hann bara á alla mína samúð, það er bara þannig. Ég hef ekkert um hann að tala,“ segir Inga.

Þannig að þetta er bara þvæla?

„Hann er búinn að sýna það sjálfur hvaða mann hann hefur að geyma, bæði gagnvart ofbeldinu sem hann beitti þarna á sínum tíma og fyrir utan það að hann var aldrei ráðinn af okkur neins staðar, ekki fyrir eina einustu krónu […] Ég vísa þessu til föðurhúsanna, hann er fúll og reiður og hann var rekinn eftir meint kynferðislegt áreiti á unga konu. Þetta er bara beiskur, gamall, reiður karl, punktur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Lík fannst í sjónum á milli Engeyjar og Viðeyjar

Lík fannst í sjónum á milli Engeyjar og Viðeyjar
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Ásgerður Jóna sár út í Ingu Sæland: „Í þriðja sam­tal­inu sagðist hún ekk­ert geta gert“

Ásgerður Jóna sár út í Ingu Sæland: „Í þriðja sam­tal­inu sagðist hún ekk­ert geta gert“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

VÆB áfram í Eurovision!

VÆB áfram í Eurovision!
Fréttir
Í gær

Sigurbjörg er enn á götunni og engin lausn í sjónmáli

Sigurbjörg er enn á götunni og engin lausn í sjónmáli
Fréttir
Í gær

Telja að ungur maður hafi nauðgað á þriðja tug kálfa til dauða – „Þetta hljómar eins og brandari en þetta er dauðans alvara“

Telja að ungur maður hafi nauðgað á þriðja tug kálfa til dauða – „Þetta hljómar eins og brandari en þetta er dauðans alvara“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kópavogsbær fer í hart gegn ríkinu – Minnihlutinn segist ekkert hafa fengið að vita um málið í rúmt ár

Kópavogsbær fer í hart gegn ríkinu – Minnihlutinn segist ekkert hafa fengið að vita um málið í rúmt ár