fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Óþægileg reynsla fjölskyldu í Innri-Njarðvík – Skotið úr loftbyssu á svefnberbergisgluggann – „Þetta er stórhættulegt“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 11. október 2023 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er stórhættulegt og ættu engin börn að eiga þannig vopn,“ segir kona í Innri-Njarðvík sem varð fyrir því að skotið var með loftbyssu á svefnherbergisglugga heimilis hennar fyrir einni til tveimur vikum síðan. Málið er til rannsóknar hjá lögreglu en grunur er um að börn hafi verið að verki. Konan birti færslu um málið í íbúahópi á Facebook:

„Það var skotið á svefnherbergisgluggann hjá mér um daginn með loftbyssu með stálkúlu. Lögreglan hefur málið á sínu borði en mig langar að biðja foreldra sem eiga börn sem eiga þannig byssur að ræða við þau. Þetta er stórhættulegt og ættu engin börn að eiga þannig vopn. Ef það er einhver sem veit eitthvað um þetta þá væri ég þakklát fyrir að fá ábendingar um hver var að verki. Það á ekki að vera mitt að borga fyrir þetta.“

Konan segir í samtali við DV að hún vilji ekki vega að börnum og þetta sé viðkæmt, en engu að síður hafi hún talið rétt að stíga fram með málið. Hún vill samt ekki vera dómhörð í garð þeirra sem voru að verki: „Strákar verða strákar, það er bara þannig, ég á tvo stráka sjálf. En þetta er samt ekki eitthvað sem maður vill ekki sjá gerast,“ segir hún.

Hún upplýsir að loftriffilskúlan hafi brotið ytra gler gluggans en ekki náð í gegnum innra glerið og skilið þar eftir sprungu sem auðsæileg er á mynd sem fylgir fréttinni. Kúlan hefur ekki fundist.

Sem fyrr segir rannsakar lögregla málið. Konan vill mjög gjarnan komast í samband við foreldra barna sem þarna geta hafa verið að verki og útkljá málið í friðsemd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin
Fréttir
Í gær

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður
Fréttir
Í gær

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“
Fréttir
Í gær

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“