fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Borgarfulltrúi varpar fram athyglisverðri kenningu – Eru andstæðingar rafhlaupahjóla að ganga svo langt?

Ritstjórn DV
Mánudaginn 9. október 2023 14:59

Alexandra Briem

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, telur að sá möguleiki sé fyrir hendi að andstæðingar rafhlaupahjóla séu að færa fararskjótana til á gangstéttum til þess að gera aðra vegfarendur mótfallna hjólunum og þar með rekstraraðilum hjólanna. Þetta kemur fram í færslu Alexöndru á Facebook-síðunni Samtök um bíllausan lífsstíl.

„Rétt í þessu var ég að drífa mig úr ráðhúsinu út í Borgartún, og ákvað að fara á leigu rafmagnshlaupahjóli, sem var fínt, en ég tók eftir einu. Ég þurfti að stoppa og færa 4 leigu hlaupahjól sem hafði ekki bara verið lagt illa, heldur var eins og þeim hefði beinlínis verið stillt upp til að vera eins mikið fyrir og mögulega er hægt. Þetta var eins og hindranahlaup á kafla,“ skrifar Alexandra.

Segist hún varla kaupa það að notendur séu að skilja þau svona illa eftir sig, þvert yfir gangstéttina.

„Getur verið að andstæðingar rafhlaupahjóla séu að færa þau til að gera fólk mótfallnara þessum ferðamáta?,“ spyr borgarfulltrúinn svo í lok greinarinnar.
Eitthvað virðist til í þessari kenningu en nokkrir meðlimir í hópnum fullyrða að slíkt athæfi viðgangist og hafa talsverðar umræður skapast um samgöngumátann.
„Ég hef allavega séð svoleiðis gerast. En þetta er líklega bland beggja,“ skrifar fjölmiðlamaðurinn Björn Teitsson. Telur hann nauðsyn á að búin verði til einhver sátt um þennan ferðamáta. „ Sérstaklega þegar ríkið (Samgöngustofa) er í opinni áróðursherferð gegn þessum ferðamáta þar sem allir sem nota hann eru málaðir upp sem óábyrgir og ölvaðir,“ skrifar Björn.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Pálmi er öldrunarlæknir: Líkt og að reykja 15 sígarettur á dag – Svona drögum við úr áhrifum ellinnar

Pálmi er öldrunarlæknir: Líkt og að reykja 15 sígarettur á dag – Svona drögum við úr áhrifum ellinnar
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?
Fréttir
Í gær

Lögregla hafði afskipti af manni með leiðindi á spítala

Lögregla hafði afskipti af manni með leiðindi á spítala
Fréttir
Í gær

Ólga í sjónvarpsgeiranum: Missir verkefni til bróður síns sem er kærður fyrir kynferðisbrot gegn dóttur hans

Ólga í sjónvarpsgeiranum: Missir verkefni til bróður síns sem er kærður fyrir kynferðisbrot gegn dóttur hans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“