fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Gefa kúm þara að éta til að berjast við loftslagsvá – Ropa og freta minna

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 7. október 2023 16:30

Metanlosun nautgripa er griðarlegt vandamál. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svíar hyggjast gefa kúm þang að éta til þess að draga úr losun metangass úr þörmum þeirra. Aðferðin á að geta minnkað losun um allt að 90 prósentum.

Metangas er mjög slæm gróðurhúsalofttegund sem losnar meðal annars þegar jórturdýr leysa vind og ropa. Er hún um tuttugufalt virkari gróðurhúsalofttegund en koltvíoxíð. Fjölgun nautgripa á undanförnum árum og áratugum er því talin mikil umhverfisvá en hver nautgripur losar að jafnaði um 120 kíló af metangasi á ári.

Samkvæmt nýrri skýrslu sænska umhverfisráðuneytisins hefur þróun í leiðum til að minnka þessa losun verið ör á undanförnum árum. Einkum leiðir til að breyta fóðri skepnanna. Þetta kemur fram í umfjöllun breska blaðsins The Guardian.

Allt að 90 prósent minnkun

Á meðal þess sem lagt er til er að kúm verði gefið fóður með rauðum þara, sem inniheldur efnið brómóform. Með þessu væri hægt að draga úr losun metangass um allt að 90 prósent en viðurkennt er þó að það þurfi frekari rannsókna við áður en hafist er handa.

Í skýrslunni er einnig lagt til að kúm verði gefið efni sem kallast 3-NOP (nituroxíprópanól). Þetta efni hefur verið notað sem sem fóður sums staðar í Svíþjóð og annars staðar frá því í febrúar í fyrra, þegar Evrópusambandið leyfði notkun þess.

3-NOP getur dregið úr metanlosun mjólkurkúa um 30 prósent og sláturgripa um 45 prósent.

Loftslagskýr

Hugmyndin að gefa kúm þara að éta er ekki sænsk heldur áströlsk. En vísindamenn þar uppgötvuðu þetta þegar þeir voru að reyna að finna leiðir til þess að örverur í maga nautgripa mynduðu minna gas.

Þó að rannsóknirnar lofi mjög góðu fyrir umhverfið eru enn þá settir nokkrir varnaglar. Það er einkum vegna óvissu um langtíma áhrif á heilsu nautgripanna og þeirra sem neyta kjöts og mjólkur þeirra. Þá er þarafóðrið mun dýrara en venjulegt nautgripafóður er í dag.

Hefur verið hvatt til frekari rannsókna á þarafóðri en þegar er farið að tala um „loftslagskýr“ í þessu samhengi.

Breyta fóðri eða minnka framleiðsluna

Í landbúnaði kemur langmest losun gróðurhúsalofttegunda frá nautgriparækt. Árið 2021 losaði sænskur landbúnaður því sem samsvarar 3,6 milljónum tonna af koltvísýringi í heildina. 2,9 milljónir af því mátti rekja til viðreksturs nautgripa.

„Við trúum því að þessi aðferð geti dregið úr metanlosun nautgripa í Svíþjóð,“ segir Emma Carlsen, loftslagsráðgjafi hjá sænsku náttúruverndarstofnuninni. „Við eigum ekki margar aðrar aðferðir sem geta haft jafn mikil áhrif og þessi án þess að skerða framleiðsluna. En þetta er nýtt og það á eftir að gera meiri rannsóknir áður en við getum myndað stefnu um þetta.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Talað um afturför í menntamálum: „Það er eins og það megi ekki umbuna fyrir dugnað“

Talað um afturför í menntamálum: „Það er eins og það megi ekki umbuna fyrir dugnað“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kolla hefur samúð með Þórunni: „Getur ekki verið skemmtilegt hlutskipti að vera skyldaður til að hlusta á stjórnarandstöðu landsins“

Kolla hefur samúð með Þórunni: „Getur ekki verið skemmtilegt hlutskipti að vera skyldaður til að hlusta á stjórnarandstöðu landsins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Kaffistofan er ekki endastöð, hún getur verið upphaf að nýju lífi“

„Kaffistofan er ekki endastöð, hún getur verið upphaf að nýju lífi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“