fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
Fréttir

Sauð upp úr fyrir utan Hvíta húsið á Selfossi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 6. október 2023 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær, þann 5. október, var þingfest fyrir Héraðsdómi Suðurlands, mál sem Héraðssaksóknari hefur höfðað á hendur manni fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás.

Maðurinn er sagður hafa, aðfaranótt fimmtudagsins 14. maí 2022, á skemmtistaðnum Hvíta húsinu á Selfossi, slegið mann með glerglasi í höfuðið, með þeim afleiðingum að brotaþolinn hlaut nokkra skurði í andlitið.

Héraðssaksóknari krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Brotaþolinn gerir kröfu um miskabætur upp á 1.250.000 krónur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Eru fjöldauppsagnir framundan hjá Norðuráli?

Eru fjöldauppsagnir framundan hjá Norðuráli?
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Einar telur niðurrif Morgunblaðshússins til marks um sóun – „Það er verið að rífa steinsteypt hús nokkuð víða í bænum“

Einar telur niðurrif Morgunblaðshússins til marks um sóun – „Það er verið að rífa steinsteypt hús nokkuð víða í bænum“