fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Fyrir 10 árum síðan var Stefanía svipt frelsinu um stund og við tók erfitt ferli sem lauk með áfalli – „Ég sé ekki eftir því að hafa kært“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 5. október 2023 14:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bæta þar stöðu brotaþola kynferðisbrota, sem sé ýtt til hliðar í málum sem varði mikilvæga hagsmuni þeirra, og tryggja þarf rétt þeirra til að geta talað um brotin gegn sér án þess að þurfa að óttast afleiðingar. Þetta segir ungur laganemi sem var á unglingsaldri þegar brotið var gegn henni í pistli sem hún birti hjá Vísi. Brotaþolar séu meira en bara hluti af tölfræðimengi, þeir hafi rödd og það skiptir máli að þeir þjáist ekki einir í þögninni.

Af þeim sem höfðu orðið fyrir kynferðisbroti hér á landi í apríl á þessu árið voru 42 prósent undir 18 ára aldri, samkvæmt ársfjórðungslegum tölfræðiupplýsingum ríkislögreglustjóra um kynferðisbrot. Tölfræði þessi vakti athygli Stefaníu Hrundar Guðmundsdóttir, laganema, því fyrir áratug síðan var hún inn í þessu tölulega mengi. Hún var ólögráða þegar brotið var gegn henni, og þegar hún hóf þriggja ára ferðalag í gegnum réttarvörslukerfið eftir að hún kærði brotið. Staða brotaþola í kerfinu hefur verið harðlega gagnrýnd undanfarin misseri. Bæði sökum langrar málsmeðferðar og þeirrar afstöðu kerfisins að horfa á brotaþola sem lítið annað en vitni og vettvangur glæps. Stefanía rifjar upp eigin reynslu af þessu ferli og veltir fram spurningunni hvort hún sjái eftir því að hafa kært.

Sérðu eftir því að hafa kært?

Fyrir áratug síðan var Stefanía að hefja menntaskólagöngu sína, 15 ára að aldri. Það var þá sem að samnemandi braut gegn henni.

„Fyrir tíu árum síðan var frelsið mitt tekið af mér um stund, manneskjan sem ég var á þeim tíma hvarf og á einu augnabliki varð ég einhver allt önnur. Fyrir 10 árum síðan hélt ég einfaldlega að líf mitt væri búið, ég hélt ég myndi aldrei fá röddina mína aftur og ég hélt mér myndi aldrei líða eðlilega aftur.“

Yngri stúlka hafi eitt sinn spurt Stefaníu hvort eftir þetta langa og erfiða kæruferli, hvort hún hafi séð eftir því að hafa kært brotið.

„Svarið við því er nei, Á meðan ferlið var í gangi hugsaði ég stundum að ég hefði átt betri unglingsár ef ég hefði sleppt því að kæra, öll mín menntaskólaár fóru í þetta ferli og það var erfiðara heldur en ég get lýst með orðum. Í dag er ég þakklát litlu mér fyrir að hafa sagt frá, það er alltaf rétta skrefið. Ég er þakklát fyrir þá auknu umræðu sem hefur átt sér stað þegar kemur að brotum að þolendur beri ekki ábyrgðina, þetta er ekki okkur að kenna.“

Það sé draumur þolenda að búa í samfélagið sem líti kynferðisbrot alvarlegum augum og taki á þeim af festu. Til að slíkur veruleiki verði til þurfi brotaþolar að fá betri stöðu í rekstri mála sem bókstaflega varðar þá sjálfa. Þolendur þurfi að verða aðilar að máli, ekki bara vitni.

„Okkur langar að lifa í samfélagið þar sem við getum sagt frá okkar reynslu án þess að eiga á hættu að fá dóm á okkur fyrir ærumeiðingar eins og við höfum ítrekað séð undanfarin ár. okkur langar að búa í samfélagi þar sem rödd þolenda skiptir máli.

Elsku þolandi! Ef þú ert að lesa þetta og ert í vafa hvort þú eigir að segja frá eða ekki, þá hvet ég þig til að segja frá. Þú þarft ekki að kæra ef þú treystir þér ekki til þess, en segðu frá, finndu einstakling sem þú treystir og deildu þessu með viðkomandi – röddin þín skiptir máli og þú ert ekki eitt að berjast í gegnum þetta. Skömmin er ekki þín að bera!“

Það hjálpaði mér á endanum

Í samtali við DV segir Stefanía að það sé mikilvægt skref að kæra kynferðisbrot, en það sé þó svo að ekki allir eru tilbúnir að taka slaginn, sem sé í fínasta lagi. En það sé mikilvægt að segja frá.

„Ég sé ekki eftir því að hafa kært. Það hjálpaði mér á endanum. Kerfið er fráhrindandi, við heyrum endalausar sögur þar sem fólki finnst réttarkerfið hafa brugðist sér og við vitum og töluverður fjöldi þessara mála er felldur niður, en ég lít á þetta sem svo að skrefið að kæra sé það skref að láta það í ljós að maður ætli ekki að leyfa þeim sem brýtur gegn manni að komast upp með það. Þetta er ákveðið aðhald.“

Þegar Stefanía las tölfræðina frá ríkislögreglustjóra og hversu margir þolenda eru ólögráða fékk hún smá áfall.

„Ég áttaði mig á því að ég er hluti af þessari tölfræði og núna í október eru 10 ár síðan ég varð ein af þessum hóp. Þegar brotið var á mér vissi ég ekkert hvernig ég ætti að snúa mér. Ég var 15 ára, skammaðist mín og ætlaði ekki að þora að segja frá. Eftir allt þetta ferli einsetti ég mér að nota þessa reynslu til að hjálpa öðrum í sömu stöðu. Til þess að styðja og styrkja aðra þolendur.“

Stefanía hefur áður opnað sig um kæruferlið eftir að brotið var gegn henni. Þrátt fyrir trúverðugan framburð og skriflega játningu geranda lauk málinu með sýknu og sú niðurstaða hafi gífurleg áhrif á Stefaníu sem átti erfitt með að ná utan um það hvernig réttarkerfið gæti brugðist henni svona svakalega, henni sem var bara barn og bað ekki um að láta brjóta gegn sér, henni sem treysti því að sekum væri refsað. Þegar orð er nefnilega gegn orði, líkt og dómari mat í hennar máli, þá er það afstaða réttarkerfisins að heyra bara í meintum geranda. Á meðan brotaþola er ýtt til hliðar, aðeins vettvangur glæps og vitni að brotinu gegn sér. En nú veit Stefanía að hún hafði þó rödd á þessum tíma. Hún sagði frá, hún kærði og hún lét vita að hún ætlaði ekki að leyfa honum að komast upp með brotið með því að fela það í þögninni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð
Fréttir
Í gær

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó
Fréttir
Í gær

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir