fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Fátæka fólkinu sagt að herða sultarólina til að hægt sé að fjármagna nýja vél í skip Samherja

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 4. október 2023 09:00

Skip í eigu Samherja. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumálaráðherra, sagði á fundi Landssambands eldri borgara á mánudaginn að ekki sé raunhæft að fjármagna lágmarksframfærslu fólks.

Þetta segir í upphafi greinar eftir Björn Leví Gunnarsson, þingmann Pírata, í Morgunblaðinu í dag. Segir hann að ráðherra hafi nákvæmlega sagt að kostnaðurinn væri ekki raunhæfur.

„Til að byrja með vitum við ekki hver lágmarksframfærsla er. Það er hægt að finna ákveðin framfærsluviðmið hjá umboðsmanni skuldara og hjá félagsmálaráðuneytinu. En þau viðmið eru án húsnæðiskostnaðar. Og enginn á Íslandi getur verið án húsnæðis. En þó við vitum ekki hver lágmarksframfærsla er þá vitum við hver þessi fyrrnefndu framfærsluviðmið eru og hver lágmarkslaun eru. Lífeyrir almannatrygginga er þar vel undir. En er kostnaðurinn óraunhæfur?“ spyr Björn Leví síðan.

Hann svarar síðan sjálfur og segir „Í fyrsta lagi, nei. Það breytir bara skiptingunni. Það sem er áhugaverðara er að núverandi skipting þýðir að fólk sem lifir á framfærslu almannatrygginga, sem er vel undir lágmarksviðmiðum, er því í raun að taka á sig tekjuskerðingu til þess að hægt sé að fjármagna eitthvað annað. Til þess að aðrir geti haft meira á milli handanna. Um leið og félagsmálaráðherra segir að það sé ekki raunhæft að fjármagna lágmarksframfærslu almannatrygginga er einfaldlega verið að segja við fátækasta fólkið að það verði að herða sultarólina til þess að hægt sé að fjármagna eitthvað annað. Fleiri ráðuneyti, endalausa starfshópa, nýja vél í skip Samherja …“

Hann segir síðan að tryggja þurfi grunninn til að hægt sé að byggja eitthvað upp, til að hægt sé að uppfylla lágmarksréttindi fólks þurfi að vera til viðmið um lágmarksframfærslu.

Framfærsluviðmiðin geti verið mismunandi eftir aðstæðum fólks. Þar geti aldur, staðsetning og líkamleg heilsa þeirra skipt máli.

Hvað varðar lágmarksframfærslu þá á hún að mati BJörns að dekka þann kostnað sem telst til nauðsynja ásamt svigrúmi til annarra útgjalda sem tryggja fólki sjálfstætt lágmarksval um eigið líf.

Segir hann að lífeyrir hækki ekki í samræmi við launaþróun og ætti lífeyrir öryrkja til dæmis að vera 64% hærri miðað við launaþróun frá 1997.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ef málið væri ekki svona alvarlegt ættu viðbrögð SVEIT heima í áramótaskaupinu

Ef málið væri ekki svona alvarlegt ættu viðbrögð SVEIT heima í áramótaskaupinu
Fréttir
Í gær

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“
Fréttir
Í gær

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT