fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Morðið í Bátavogi – Áverkar á hálsi og kynfærum hins látna og dauður smáhundur fannst á vettvangi

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 3. október 2023 18:10

Mynd: logreglan.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður á sextugsaldri fannst látinn í heimahúsi í Bátavogi laugardaginn 23. september. Málið er rannsakað sem morð, en lögregla segist geta fullyrt að um manndráp var að ræða, en Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn, staðfesti þetta í samtali við DV fyrr í dag.

Kona á fimmtugsaldri hefur setið í gæsluvarðhaldi síðar, en hún og maðurinn voru sambúðarfólk.  RÚV greinir frá því að hinn látni hafi verið með áverka á hálsi og töluverða áverka á kynfærum. Lögregla hefur ekki viljað gefa upp hvert banameinið var.

Þó hefur verið staðfest að smáhundur hafi fundist dauður í íbúðinni og mun lögregla nú kanna hvort og þá hvernig hundurinn tengist málinu. Gæsluvarðhald yfir konunni rennur út á morgun og kemur þá í ljós hvort lögregla fari fram á framlengingu þess. Konan var til að byrja með í einangrun en losnaði úr henni á föstudag. Hún er með nokkra dóma á bakinu, meðal annars fíkniefnabrota. Hún var borin út af heimili sínu fyrir nokkrum misserum í kjölfar nágrannadeilna og hefur nokkuð fjallað um það á samfélagsmiðlum, en hún telur sig hafa verið beitta órétti.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vöknuðu upp við vondan draum – Vissu ekki að nýtt fjölbýlishús ætti að vera svona nálægt

Vöknuðu upp við vondan draum – Vissu ekki að nýtt fjölbýlishús ætti að vera svona nálægt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nágrannaerjur í Vesturbænum – Fá ekki að losna við girðingu nágrannanna sem vísa til brunahættu og óþefs

Nágrannaerjur í Vesturbænum – Fá ekki að losna við girðingu nágrannanna sem vísa til brunahættu og óþefs
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur segir að þessi aðgerð geti lækkað vexti á Íslandi hratt – Hafa stjórnvöld kjarkinn?

Vilhjálmur segir að þessi aðgerð geti lækkað vexti á Íslandi hratt – Hafa stjórnvöld kjarkinn?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Íslenskir neytendur óskuðu eftir endurgreiðslu vegna flugs – Áttuðu sig síðan á þessum mistökum

Íslenskir neytendur óskuðu eftir endurgreiðslu vegna flugs – Áttuðu sig síðan á þessum mistökum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar