fbpx
Mánudagur 15.desember 2025
Fréttir

Kolbrún glímir við óhugnanlegan vanda: „Maður byrjar að berjast um með hljóðum og spörkum“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 2. október 2023 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins, opnaði sig á dögunum um svokallaða svefnskelfingu (e. night terror) sem hún glímir við.

Kolbrún skrifaði færslu á Facebook sem vakti talsverða athygli, en kveikjan að skrifunum var þátturinn Betri svefn sem sýndur var í Sjónvarpinu síðastliðið fimmtudagskvöld.

„Ég veit ekki hvort þið sáuð þáttinn í sjónvarpinu í gærkvöldi en þar var m.a. fjallað um night terror eða svefnskelfingu eins og það er kallað. Ég glími við þennan vanda sem hefur ágerst með aldrinum,“ sagði Kolbrún sem ræddi síðan málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni á föstudag.

Kolbrún lýsti svefnskelfingunni svona í færslunni:

„Svefnskelfingin eða martröðin gengur iðulega út á að einhver, mér stærri og meiri og afar óhugguleg manneskja hefur komist inn og nálgast mig til að drepa mig. Maður byrjar að berjast um með hljóðum og spörkum til að verjast en veit að baráttan er töpuð. Þetta er hryllileg reynsla, svo raunveruleg og aðstæður skýrar.“

Í viðtalinu í Reykjavík síðdegis sagði Kolbrún að svefnskelfingin hafi byrjað að gera vart við sig reglulega fyrir fjórum til fimm árum. Taldi hún í fyrstu að þetta væri álagstengt en hún hafi einnig upplifað þetta í sumarfríum og í friði og ró uppi í sumarbústað.

Kolbrún sagði að þemað væri alltaf það sama: „Það er þarna aðili stærri og sterkari en maður sjálfur sem hefur það markmið að drepa þig. Í rauninni er það alltaf þannig, hann er oftast karlmaður, stærri og sterkari, kominn inn til þín og þú veist að þú átt ekki möguleika. En af öllum lífs- og sálarkröftum berst maður fyrir lífi sínu.“

Kolbrún kvaðst oft vakna yfir látunum í sjálfri sér en hryllingurinn og hræðslan sé mikil. Martraðirnar eru mjög raunverulegar og öll smáatriði mjög skýr, allt frá andlitsdráttum árásarmannsins til klæðaburðar hans. Árásarmaðurinn sé sjaldnast sá sami og ekki heldur einhver sem hún kannast við eða hefur séð áður, til dæmis úr bíómyndum.

Þá sagðist Kolbrún liggja oft vakandi í einn til tvo klukkutíma á meðan hún nær sér niður. Hún kvaðst hafa rætt málið við lækni en hann hafi ekki kunnað nein ráð. Í þættinum var látið að því liggja að ástandið megi hugsanlega rekja til skorts á dópamíni í heilanum.

Kolbrún sagðist í viðtalinu ekki hafa tjáð sig opinberlega um þetta áður en hennar nánustu viti af þessu.

„Kannski eru fleiri eins og ég með þessa reynslu og ég held að það sé allt í lagi að tala um það,“ sagði hún og er langt því frá ein um að glíma við þetta ef marka má athugasemdir við færslu hennar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Talað um afturför í menntamálum: „Það er eins og það megi ekki umbuna fyrir dugnað“

Talað um afturför í menntamálum: „Það er eins og það megi ekki umbuna fyrir dugnað“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kolla hefur samúð með Þórunni: „Getur ekki verið skemmtilegt hlutskipti að vera skyldaður til að hlusta á stjórnarandstöðu landsins“

Kolla hefur samúð með Þórunni: „Getur ekki verið skemmtilegt hlutskipti að vera skyldaður til að hlusta á stjórnarandstöðu landsins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Kaffistofan er ekki endastöð, hún getur verið upphaf að nýju lífi“

„Kaffistofan er ekki endastöð, hún getur verið upphaf að nýju lífi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“