fbpx
Mánudagur 15.desember 2025
Fréttir

Sérsveitin handtók Kristján Einar á Húsavík – Segist alsaklaus í samtali við DV

Björn Þorfinnsson, Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 5. janúar 2023 20:31

Kristján Einar Sigurbjörnsson - Mynd: Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn Kristján Einar Sigurbjörnsson var handtekinn nú fyrir stundu af sérsveitarmönnum á Húsavík. Að sögn sjónarvotta tók aðgerðin rúmlega 40 mínútur og var hluta Mararbrautar lokað á meðan handtökunni stóð.

Samkvæmt heimildum DV var Kristján Einar, sem er iðulega kallaður Kleini, grunaður um aðkomu að alvarlegri líkamsárás á Akureyri um áramótin.

Kristján Einar staðfesti í stuttu samtali við DV að hann hafi verið handtekinn en honum hafi svo verið sleppt stuttu síðar enda alsaklaus að eigin sögn.

„Aðgerðir lögreglu voru greinilega byggðar á einhverjum misskilningi og mér sleppt eftir stutt spjall enda ekkert sem ég hafði gert rangt,“ sagði hann.

Hann bætti því við að hann komi alveg af fjöllum varðandi að hann hafi verið grunaður um líkamsárás og segir að hann hafi verið grunaður um akstur undir áhrifum.

Kristján Einar hefur verið mikið í sviðsljósinu eftir að hann losnaði úr fangelsi í Malaga á Spáni í lok nóvember eftir tæplega átta mánaða vítisvist að hans sögn. Þar mátti hann dúsa eftir að hafa verið handtekinn í apríl fyrir slagsmál í næturlífi borgarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Talað um afturför í menntamálum: „Það er eins og það megi ekki umbuna fyrir dugnað“

Talað um afturför í menntamálum: „Það er eins og það megi ekki umbuna fyrir dugnað“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kolla hefur samúð með Þórunni: „Getur ekki verið skemmtilegt hlutskipti að vera skyldaður til að hlusta á stjórnarandstöðu landsins“

Kolla hefur samúð með Þórunni: „Getur ekki verið skemmtilegt hlutskipti að vera skyldaður til að hlusta á stjórnarandstöðu landsins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Kaffistofan er ekki endastöð, hún getur verið upphaf að nýju lífi“

„Kaffistofan er ekki endastöð, hún getur verið upphaf að nýju lífi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“