fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
Fréttir

Hoppukastalamálið á Akureyri: KA harmar ákærur á hendur sjálfboðaliðum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 30. janúar 2023 16:35

Mynd: Fréttablaðið/Auðunn Níelsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðalstjórn KA hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem sú ákvörðun ákæruvaldsins að ákæra tvo sjálfboðaliða handknattleiksdeildar félagsins vegna hoppukastaslyssins sumarið 2021 er hörmuð.

Fimm hafa verið ákærðir vegna málsins, þar á meðal eigandi kastalasns og Heimir Örn Árnason, núverandi forseti bæjarstjórnar Akureyrar, en hann var í forsvari fyrir KA við leiguna á tækinu.

Fjögur börn slösuðust í slysinu og eitt þeirra hlaut mjög alvarlega áverka. Var barnið um tíma í lífshættu vegna áverka sinna og hafa foreldrar stúlkunnar greint frá því að hún muni aldrei ná sér af slysinu.

Í yfirlýsingunni er bent á að ábyrðaraðili hoppukastalans hafi lýst yfir ábyrgð sinni á slysinu í fjölmiðlum. Af þeim sökum þyki KA miður að ákæruvaldið hafi valið að fara þessa leið:

„KA harmar það slys sem varð sumarið 2021 þegar hoppukastali tókst á loft með þeim hörmulegu afleiðingum sem af því hlaust. Hugur okkar í KA hefur fyrst og fremst verið hjá þeim sem fyrir þessu skelfilega slysi urðu. Svo verður áfram.

Sem kunnugt er tók Handknattleiksdeild KA að sér í fjáröflunarskyni að útvega starfsmenn sem sinna skyldu miðasölu og umsjón á svæðinu fyrir eiganda og ábyrgðaraðila leiktækisins. Það var gert í góðum hug allra viðkomandi.

Nú hefur komið fram að tveimur sjálfboðaliðum á vegum Handknattleiksdeildar KA og KA/Þór hafa verið birtar ákærur vegna þessa máls. Frjáls félagasamtök líkt og KA vissulega er, byggja tilvist sína á miklu og fórnfúsu starfi sjálfboðaliða. Okkur þykir miður að ákæruvaldið hafi ákveðið að fara þessa leið í ljósi þess að eigandi og ábyrgðaraðili hoppukastalans hefur ítrekað lýst ábyrgð sinni á slysinu í fjölmiðlum. En um leið sýnum við því skilning að málið þarf að reka áfram í þeim farvegi sem það er nú í þar til niðurstaða fæst.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Metnaðarfullt loftslagsverkefni Climeworks sagt fjarri markmiðum – Föngun koltvísýrings standi ekki undir þeirra eigin losun

Metnaðarfullt loftslagsverkefni Climeworks sagt fjarri markmiðum – Föngun koltvísýrings standi ekki undir þeirra eigin losun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skella í lás á Laugavegi í dag en opna stærri og glæsilegri Penna á Selfossi á næstu vikum

Skella í lás á Laugavegi í dag en opna stærri og glæsilegri Penna á Selfossi á næstu vikum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Miklar sviptingar í fjármálum flokkanna á milli ára – Hafa fengið 9 milljarða króna frá árinu 2007

Miklar sviptingar í fjármálum flokkanna á milli ára – Hafa fengið 9 milljarða króna frá árinu 2007
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Brynjar Karl geldur varhug við þingsetu Hannesar – „Rifjum upp nú geðveikasta póst allra tíma“

Brynjar Karl geldur varhug við þingsetu Hannesar – „Rifjum upp nú geðveikasta póst allra tíma“