fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Frosti stígur fram og vill leiðrétta misskilning um meint ofbeldi – „Annað gerði ég ekki og ég hef ekki gengist við neinu öðru“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 29. janúar 2023 14:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frosti Logason, fjölmiðlamaður og eigandi hlaðvarpsveitunnar Brotkasts, segir að misskilningur sé á kreiki varðandi hvaða ásökunum hann hafi gengist við þegar fyrrverandi kærasta hans, Edda Pétursdóttir, sakaði hann um ofbeldishegðun á síðasta ári. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Frosti birti á Facebook-síðu sinni fyrir stundu.

Ónákvæmar fyrirsagnir fjölmiðla

Fjölmiðlamaðurinn hefur verið mikið í umræðunni síðustu daga vegna hlaðvarpsþáttarins Harmageddon sem hann stýrir en í fyrstu þátttunum lét hann ýmsa netverja, sem hafa gagnrýnt hann, fá það óþvegið. Í kjölfarið hefur Frosti verið á milli tannanna á fólki og því óspart haldið á lofti að hann hafi gengist við öllum ásökunum Eddu, þar á meðal um ýmiskonar ofbeldi og að hafa tekið upp kynlíf þeirra án þeirra samþykki. Það sé hins vegar á misskilningi byggt að sögn Frosta.

„Hann er til kominn vegna fyrirsagna fjölmiðla í kjölfar yfirlýsingar minnar í mars í fyrra. Þessar fyrirsagnir gáfu í skyn að mistök mín hafi verið meiri en raun ber vitni meðal annars vegna þess að yfirlýsing mín var ekki nákvæmari en svo að það mátti misskilja hana. Þar sögðu einhverjir að Frosti Logason hefði gengist við ásökunum Eddu Pétursdóttur. Þetta er að hluta til rétt en staðreyndin er sú að ég hef aldrei gengist við öllum ásökunum hennar eins og margir virðast nú halda. Í tilkynningu minni sagðist ég taka fulla ábyrgð á hegðun minni, og að ég rengdi ekki að henni hafi liðið illa vegna þess sem ég gerði eftir að sambandi okkar lauk. En þá fór ég í þráhyggju fyrir því að fá viðurkenningu á „brotum hennar“ gagnvart mér og tók að senda ítrekaða tölvupósta til hennar á nokkra mánaða tímabili. Mér þykir það mjög leitt að ég hafi gripið til innihaldslausra hótana í þessum tölvupóstum. Það er ótrúlegt hvað höfnunarkendin getur beyglað vandræðapésa af þeirri gerð sem ég var á þessum tíma. Ég legg áherslu á að mér og mínum finnst ég vera á miklu betri stað núna en það er endanlega annarra að dæma um það,“ segir Frosti.

Hafnar öllum ásökunum um ofbeldi

Hann segist ítreka að hann hafi viðurkennt og beðist afsökunar á að hafa sent óviðeigandi tölvupósta eftir að sambandi þeirra lauk.

„Annað gerði ég ekki og ég hef ekki gengist við neinu öðru. Ég lagði aldrei hendur á fyrrverandi kærustu mína, beitti hana ekki andlegu ofbeldi á meðan á sambandi okkar stóð og ég gerði alls ekki neinar leynilegar upptökur af kynlífi okkar eins haldið er fram. Ég hef allar götur síðan að viðtalið við fyrrverandi kærustu mína birtist lagt áherslu á að rétta til hennar sáttarhönd. Það hef ég bæði gert sjálfur persónulega og í gegnum fagaðila. Þess vegna hef ég á sama tíma setið hljóður hjá og gætt mín að fara aldrei út í að greina rétt frá röngu í málflutningi hennar opinberlega. Mér hefur heldur aldrei fundist við hæfi að hengja upp okkar skítugasta þvott frammi fyrir allra augum því hann á ekkert erindi til almennings,“ segir Frosti.

Hann segist enn bera þá von í brjósti að Edda muni einhvern tíman vilja ljúka þessu máli með sér á þann hátt sem báðir aðilar geta sætt sig við.

„Ég geri mér hins vegar grein fyrir því að það er hennar réttur að gera það ekki þótt það valdi mér og mínum sársauka. Sáttarvilji minn er hins vegar einlægur,“ segir Frosti að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Í gær

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
Fréttir
Í gær

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum