fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fréttir

Sérfræðingur er hissa – Var Pútín komið á óvart?

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 27. janúar 2023 05:53

Vladimir Pútín. Mynd: EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússar gátu líklega séð með löngum fyrirvara að þetta var að fara að gerast en samt er eins og þeir viti ekki hvað þeir eiga að halda um þetta eða gera. Það er eins og Pútín og hans fólk sé hissa, að þeim hafi verið komið á óvart.

Þetta er að minnsta kosti ekki ólíklegt að mati Flemming Splidsboel,  sérfræðings í rússneskum málefnum hjá Dansk Institut for Internationale Studier.  Hér á hann við ákvörðun Vesturlanda um að senda Úkraínumönnum skriðdreka og þá einna helst ákvörðun Þjóðverja og Bandaríkjamanna um að senda þeim Leopard 2 og Abrams.

Splidsboel fylgist vel með því sem er að gerast í Rússlandi. Í samtali við B.T. sagði hann að það væri ansi misjöfn mynd sem væri dregin upp af þessari ákvörðun Vesturlanda í rússneskum fjölmiðlum. Í sumum sé fjallað um þá ógn sem stafi af skriðdrekunum en í öðrum sé gert lítið úr henni.

Hann sagði að hann sjái ekki eina ráðandi skoðun eða stemmningu í rússneskum fjölmiðlum í umfjöllun þeirra um þetta.

Hugsanlega séu þeir ráðvilltir, viti ekki hvernig á að bregðast við. „Margir spyrja hvað þetta þýði. Hvar Vesturlönd standi núna, pólitískt og hernaðarlega gagnvart Rússlandi. Hluti af frásögninni er að Vesturlönd hafi undirbúið þetta í langan tíma. Pútín hefur sjálfur sagt að Bandaríkin neyði Evrópu til að styðja Úkraínu, þrátt fyrir að Evrópuríki vilji það ekki. En ég sé ekki neina heildarmynd. Þeir geta ekki fundið út úr hvernig þeir eiga að bregðast við,“ sagði Splidsboel.

Hann sagði ekki útilokað að nú hafi vestrænir leiðtogar komið Pútín í opna skjöldu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vekur athygli á hvimleiðum ósóma ferðamanna – „Þessari áráttu að ferðast og skilja eftir sig subbuskap“

Vekur athygli á hvimleiðum ósóma ferðamanna – „Þessari áráttu að ferðast og skilja eftir sig subbuskap“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hillary Clinton ætlar að tilnefna Trump til friðarverðlauna Nóbels að uppfylltum ákveðnum skilyrðum

Hillary Clinton ætlar að tilnefna Trump til friðarverðlauna Nóbels að uppfylltum ákveðnum skilyrðum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jón Gnarr tjáir sig um kynferðisbrotamálið á Múlaborg – Á barnabörn á deildinni og furðar sig á viðbragðaleysi borgarinnar

Jón Gnarr tjáir sig um kynferðisbrotamálið á Múlaborg – Á barnabörn á deildinni og furðar sig á viðbragðaleysi borgarinnar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“