fbpx
Fimmtudagur 02.febrúar 2023
Fréttir

„Erum við enn að kenna strákunum okkar að bíta á jaxlinn og harka af sér?“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 23. janúar 2023 19:00

Jokka Birnudóttir. Youtube-skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Virkar svo auðvelt, en getur verið svo erfitt.“

Á þessum orðum hefst pistill sem Jokka G. Birnudóttir, ráðgjafi fyrir þolendur ofbeldis, skrifar en pistillinn birtist á Vísi í dag. Pistillinn fjallar um að fólk eigi að geta opnað sig um áföll og að karlmenn standi höllum fæti í þeim efnum. Jokka hvetur fólk til að gera öðrum auðveldara að opna sig um áföll sín. Hún vekur til dæmis athygli á því að þrátt fyrir að fólk sé oft spurt hvað það segir þá er ekki endilega verið að hlusta eða bíða eftir einlægu svari.

„Er við hittum vini, ættingja, samstarfsfólk er oftar en ekki spurt? „Jæja, hvað segirðu þá?” og áður en viðkomandi getur svarað er bætt við „ertu ekki bara hress?” Eða „Er ekki alltaf nóg að gera hjá þér?” Við spyrjum og svörum fyrir viðkomandi og erum svo farin annað,“ segir hún.

Jokka telur að samfélagið bjóði ekki upp á að fólk geti svarað og sagt að því líði ekki vel í dag. „Samfélagið í dag hvetur okkur til að leita okkur hjálpar ef eitthvað amar að, en við ætlum samt ekki að gefa okkur tíma til að hlusta,“ segir hún.

Í pistlinum bendir Jokka á að sjálfsvígstíðni karlmanna sé há og að ekki hafi tekist að lækka tíðnina þrátt fyrir að á Norðurlöndunum gangi það betur. „Karlmenn eru sagðir með lítið tilfinningalæsi, og ég spyr af hverju er það? Erum við enn að kenna strákunum okkar að bíta á jaxlinn og harka af sér? Eru karlmenn enn með þá trú að þeir megi ekki gráta og eigi að vera einhverjar hetjur sem fara bara út að vinna og helst vinna sig í hel?“ spyr hún.

„Getur verið að við höfum ekki enn „gefið” þeim leyfi til að leita sér hjálpar eftir áföll?“

Jokka segir að áföll geti verið af ýmsum toga og nefnir dæmi: „Alist upp við vanrækslu, einelti, heimilisofbeldi, kynferðisofbeldi, misst foreldra, vini, maka, allt sem er högg á sálina getur valdið áfalli sem situr í taugakerfinu.“

Þá segir Jokka að afleiðingar ofbeldis séu margþættar. Hún segir að afleiðingarnar hjá drengjum geti verið þunglyndi, kvíði, skert sjálfsmynd, einangrun, líkamleg vanlíðan, ofbeldishneygð, áhættuhegðun, drykkja, fíkniefnaneysla og afbrot.

„Með því að skoða rannsóknir á afleiðingum ofbeldis má sjá að sjúkraskýrslur kvenna sem lent hafa í ofbeldi eru þykkar, á meðan afbrotaskýrslur karla sem lent hafa í ofbeldi eru langar. Rannsókn sem gerð var á föngum sýndi að stór hópur þar á meðal hafði lent í áfalli á sínum yngri árum.“

Að lokum segir Jokka hvernig fólk geti hjálpað en þá kemur hún aftur að því sem hún nefndi í upphafi pistilsins: „Með því að spyrja og hlusta. Með því að gefa strákunum okkar rými og tíma, með því að leyfa þeim að segja frá og hjálpa þeim að vinna úr áföllum. Með því að viðurkenna að strákar verða fyrir ofbeldi. Segjum frá.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

TF-SIF á hilluna vegna hagræðingar

TF-SIF á hilluna vegna hagræðingar
Fréttir
Í gær

Niceair skildi 45 töskur eftir á Tenerife – „Þarna mátti gera betur“

Niceair skildi 45 töskur eftir á Tenerife – „Þarna mátti gera betur“
Fréttir
Í gær

Fyrrum ræðuritari Pútíns segir að valdarán geti átt sér stað innan árs

Fyrrum ræðuritari Pútíns segir að valdarán geti átt sér stað innan árs
Fréttir
Í gær

„Hér er Ríkislögreglustjóri að ljúga mjög alvarlegum sökum upp á almenna borgara!“

„Hér er Ríkislögreglustjóri að ljúga mjög alvarlegum sökum upp á almenna borgara!“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Börn lentu í hrakningum í Grafarholti – Gert að yfirgefa strætó vegna óveðursins

Börn lentu í hrakningum í Grafarholti – Gert að yfirgefa strætó vegna óveðursins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenskir bændur leita að ástinni – „Austfirski folinn“ laus og liðugur og fertug ungfrú leitar að „dad-body“

Íslenskir bændur leita að ástinni – „Austfirski folinn“ laus og liðugur og fertug ungfrú leitar að „dad-body“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árás á íranska drónaverksmiðju getur komið sér vel fyrir Úkraínu

Árás á íranska drónaverksmiðju getur komið sér vel fyrir Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingur skefur ekki utan af því – „Pútín hefur mistekist hrapalega“

Sérfræðingur skefur ekki utan af því – „Pútín hefur mistekist hrapalega“
Fréttir
Fyrir 2 dögum
Sleginn í andlitið