fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
Fréttir

Einar Júlíusson er látinn

Ritstjórn DV
Laugardaginn 21. janúar 2023 14:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stórsöngvarinn Einar Júlíusson lést í nótt í faðmi fjölskyldu sinnar. Einar var 78 ára gamall.

Einar söng með ýmsum hljómsveitum á borð við Saxon kvintett, H.J kvartettinum og Hljómsveit Guðmundar Ingólfssonar. Hann gerðist svo fyrsti söngvari hljómsveitarinnar Hljómar frá Keflavík. Seinna meir söng hann með Pónik í rúmlega tvo áratugi.

Í tilkynningu frá fjölskyldu Einars segir:

„Eitt helsta átrúnaðargoð unga fólksins á 7. áratugarins og stórsöngvarinn Einar Júlíusson, lést í faðmi fjölskyldunnar síðastliðna nótt. Einar fæddist í Keflavík 20. ágúst 1944, hann bjó og starfaði þar alla tíð. Einar byrjaði á barnsaldri að syngja, hann var einn af stofnendum Hljóma og var fyrsti söngvari þeirra frægu hljómsveitar.

Hann átti síðan farsælan 23 ára ferill með hljómsveitinni „Pónik og Einar“. Á síðari árum lagði hann áherslu á einsöng, þar sem hann söng við ýmsar athafnir. Einar söng á hljómplötu með Ellý Vilhjálmsdóttur og varð sú plata mjög vinsæll. Fræg lög sem Einar söng voru til dæmis lögin „Brúnaljósin brúnu“, „Léttur í Lundu“ og „Viltu dansa“.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Móðir 16 ára drengs: „Afríka greip hann meðan Íslandi var slétt sama“

Móðir 16 ára drengs: „Afríka greip hann meðan Íslandi var slétt sama“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Stjórnsýsluvenja í uppnámi eftir að blaðamaður lagði Akraneskaupstað í máli um umsækjendalista

Stjórnsýsluvenja í uppnámi eftir að blaðamaður lagði Akraneskaupstað í máli um umsækjendalista
Fréttir
Í gær

Ökuníðingur ákærður eftir stórháskalegan akstur í Reykjanesbæ

Ökuníðingur ákærður eftir stórháskalegan akstur í Reykjanesbæ
Fréttir
Í gær

Góð stjórnun lykilforsenda þess að framkvæmdir heppnist vel

Góð stjórnun lykilforsenda þess að framkvæmdir heppnist vel