fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Fréttir

„Kokkur Pútíns“ sendi kokk á sjúkrahús í tvo mánuði – Ástæðan? – Tómatar

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 20. janúar 2023 07:00

Útlitið er ekki bjart fyrir Yevgeni Prigozhin Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yevgeny Prigozhin, eigandi málaliðafyrirtækisins Wagner Group, hefur oft verið nefndur „Kokkur Pútíns“. Það viðurnefni er dregið að því að vinur hans, Vladímír Pútín, lét honum í té ábatasama samninga um að sjá rússneska hernum fyrir mat. Pútín er vanur að gera vel við vini sína og ausa í þá úr almannasjóðum og þess hefur Prigozhin notið góðs af.

En „Kokkur Pútíns“ er ekkert ljúfmenni miðað við það sem hefur komið fram í fjölmiðlum eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu. Hann stýrir Wagner Group harðri hendi en málaliðar fyrirtækisins hafi látið að sér kveða víða um heim í gegnum árin. Hafa rússnesk stjórnvöld notað þá erlendis til að reyna að villa um fyrir fólki og geta hafnað því að þau eigi nokkurn hlut að máli. Hafa málaliðarnir verið sakaðir um mikla grimmd og mannréttindabrot þar sem þeir hafa látið að sér kveða. Það á einnig við í Úkraínu þar sem þeir berjast við hlið rússneska hersins.

Nú hefur enn ein sagan um grimmd Prigozhin ratað í fjölmiðla. The Telegraph segir að hann sé sagður hafa látið ganga svo hrottalega í skrokk á kokki á einum þeirra veitingastaða, sem hann á, að kokkurinn þurfti að liggja á sjúkrahúsi í tvo mánuði. Ástæðan fyrir ofbeldinu? Jú, hún var að sögn sú að viðskiptavinur veitingastaðarins kvartaði yfir gæðum tómata sem voru voru bornir á borð fyrir hann.

Fyrrum starfsmaður Concord Catering sagði Society tímaritinu að þegar gesturinn hafi sent matinn aftur í eldhúsið vegna óánægju með tómatana hafi „kokkurinn verið færður niður í kjallara og barinn svo hrottalega að hann þurfti að liggja á sjúkrahúsi í tvo mánuði“.

Ekki er vitað hvenær þetta á að hafa gerst.

Heimildarmaðurinn sagðist einnig hafa séð starfsfólk, sem var sakað um þjófnað, tekið og flutt út í skóg þar sem það var barið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Sambúðarslit drógu dilk á eftir sér – Lögmenn miðluðu bankaupplýsingum í heimildarleysi

Sambúðarslit drógu dilk á eftir sér – Lögmenn miðluðu bankaupplýsingum í heimildarleysi
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Bubbi horfði á viðtal við Hallgrím og sá að hann væri í vandræðum – „Ég hef aldrei hitt Bubba áður“

Bubbi horfði á viðtal við Hallgrím og sá að hann væri í vandræðum – „Ég hef aldrei hitt Bubba áður“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Fjórir handteknir eftir að busavígsla fór úr böndunum – Beittu vatnspyndingum og hýddu bert skinn með belti

Fjórir handteknir eftir að busavígsla fór úr böndunum – Beittu vatnspyndingum og hýddu bert skinn með belti
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Selfyssingur á sjötugsaldri klæmdist við stúlku sem hann hélt að væri 13 ára – „Stingdu titraranum í þig“

Selfyssingur á sjötugsaldri klæmdist við stúlku sem hann hélt að væri 13 ára – „Stingdu titraranum í þig“
Fréttir
Í gær

Hló og grét þegar hún las verklagsreglur KÍ um ofbeldi í skólum – „Þetta er svo fíflalegt að það er engu lagi líkt“

Hló og grét þegar hún las verklagsreglur KÍ um ofbeldi í skólum – „Þetta er svo fíflalegt að það er engu lagi líkt“
Fréttir
Í gær

Trump segir Maduro og eiginkonu hans að yfirgefa Venesúela strax

Trump segir Maduro og eiginkonu hans að yfirgefa Venesúela strax
Fréttir
Í gær

Dorrit var rænd á götum Lundúna í gær

Dorrit var rænd á götum Lundúna í gær
Fréttir
Í gær

Segja eina ástsælustu jólahefð Svía ýta undir brot á réttindum barna

Segja eina ástsælustu jólahefð Svía ýta undir brot á réttindum barna