fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fréttir

Segir að heilbrigðisstarfsfólk óttist stöðugt að verða saksótt

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 18. janúar 2023 09:00

Guðbjörg Pálsdóttir, formaður FÍH

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ýmsir þættir í heilbrigðiskerfinu valda því að heilbrigðisstarfsfólk er vart um sig vegna þeirra afleiðinga sem alvarleg atvik geta haft í för með sér fyrir það.

Þetta segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Í samtali við Fréttablaðið sagði hún að þegar starfsumhverfið sé svona erfitt sé varla hægt að tryggja öryggi og góða þjónustu. Þar vísaði hún til ýmissa kerfislægra þátta á borð við undirmönnun.

Guðbjörg benti einnig á að Ísland sé að verða síðasta Norðurlandaþjóðin til að gera breytingar á refsiábyrgð í heilbrigðiskerfinu og að þó málið sé í vinnslu sé orðið tímabært að frumvarpið líti dagsins ljós. „Það verður að tryggja að ekki sé farið gegn einstaklingum heldur kerfinu þegar alvarleg atvik eiga sér stað,“ sagði hún.

Hún sagði að heilbrigðisstarfsfólk sé orðið vart um sig vegna slæmrar mönnunar og starfsumhverfisins sem það býr við. „Maður mætir á sína vakt og gerir sitt besta, en ef það gerist eitthvað á vaktinni, vegna einhvers eins og undirmönnunar, getur maður verið sóttur til saka. Þetta er daglegur raunveruleiki heilbrigðisstarfsfólks,“ sagði hún.

Hægt er að lesa nánar um málið í Fréttablaðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Borgarfulltrúi Framsóknar segir að krafan um bílastæði sé eðlileg – „Reykjavík er ekki Kaupmannahöfn eða Osló“

Borgarfulltrúi Framsóknar segir að krafan um bílastæði sé eðlileg – „Reykjavík er ekki Kaupmannahöfn eða Osló“
Fréttir
Í gær

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót
Fréttir
Í gær

NTÍ skammar sveitarfélög fyrir að skipuleggja hús á hættusvæðum – Tjón á nýlegum byggingum aukist

NTÍ skammar sveitarfélög fyrir að skipuleggja hús á hættusvæðum – Tjón á nýlegum byggingum aukist
Fréttir
Í gær

„Meiri lífsgæði og betri heilsa – tækifærin leynast alls staðar“

„Meiri lífsgæði og betri heilsa – tækifærin leynast alls staðar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Bleika slaufan hefur alltaf snert við mér“

„Bleika slaufan hefur alltaf snert við mér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Furðar sig á því að geta fengið íslenskt vodka á lægra verði í Bandaríkjunum en í Fríhöfninni

Furðar sig á því að geta fengið íslenskt vodka á lægra verði í Bandaríkjunum en í Fríhöfninni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Ég er með fullt af skoðunum sem stangast á við skoðanir þessa gaurs“

„Ég er með fullt af skoðunum sem stangast á við skoðanir þessa gaurs“