fbpx
Föstudagur 27.janúar 2023
Fréttir

Burstuðu Grænhöfðaeyjar en framhaldið óljóst

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 18. janúar 2023 18:32

Skjáskot RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland burstaði slakt lið Grænhöfðaeyja á HM í dag 40:30. Sigurinn var aldrei í hættu eins og lokatölur gefa til kynna.

Óðinn Þór Ríkharðsson var atkvæðamestur íslenska landsliðsins í sóknarleiknum í fyrri hálfleik með fimm mörk en í honum var íslenska liðið ávallt einu skrefi á undan Grænhöfðeyingum þrátt fyrir að varnarleikur liðsins hefði mátt vera betri.

Mest náðu strákarnir okkar fimm marka forystu í fyrri hálfleik og fóru þeir inn til búningsherbergja með þá forystu þegar flautað var til hálfleiks, staðan 18-13.

Síðari hálfleikur var með svipuðu sniði, fljótlega náði Ísland sex marka forystu. Sigvaldi Björn Guðjónsson fékk að spreyta sig í hægra horninu fyrir Óðinn og tók boltann þaðan sem hann skildi hann eftir.

Þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum stóðu leikar 31-25 fyrir Íslandi og bilið í sex mörkum.

Markvarsla íslenska liðsins í leiknum var ekki til að hrópa húrra fyrir en lítið kom frá Björgvini Páli og Viktori Gísla í markinu, stafar það meðal annars af ekkert allt of góðum varnarleik íslenska liðsins.

Síðustu tíu mínúturnar breikkaði bilið milli liðanna og stóð það lengi vel í átta mörkum. Svo fór að leikar enduðu með þæginlegum tíu marka sigri Íslands, 40-30 sigur sem virtist aldrei í hættu.

Staðan í milliriðlinum:

Sem stendur er Ísland í 2. sæti milliriðilsins með fjögur stig en úrslit kvöldsins í leik Svíþjóðar og Ungverjalands mun draga upp mynd af stöðunni að lokinni fyrstu umferð milliriðilsins.

Portúgal og Brasilía gerðu jafntefli fyrr í dag, úrslit sem Íslendingar geta litið jákvæðum augum enda bæði lið þar með að tapa stigi. Hins vegar er mikilvægt að Ísland vinni annaðhvort Svíþjóð eða Ungverjaland tapi stigum gegn Brasilíu til að Ísland geti komist í 8-liða úrslit.

Hvað tekur við?

Stærsti leikur milliriðilsins fyrir okkur Íslendinga tekur við. Á föstudaginn kemur mæta Strákarnir okkar heimamönnum í Svíþjóð. Sigur kemur Íslandi í afar góða stöðu í riðlinum þar sem liðið hefði örlögin í sínum höndum fyrir síðustu umferð riðilsins.

Tap eða jafntefli í þeim leik þýðir að við þurfum að treysta á úrslit úr öðrum leikjum í leiðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Samkeppniseftirlitið stoppar kaup Kaupfélags Skagfirðinga á Gunnars Majonesi – „Við erum að skoða og meta málið“

Samkeppniseftirlitið stoppar kaup Kaupfélags Skagfirðinga á Gunnars Majonesi – „Við erum að skoða og meta málið“
Fréttir
Í gær

Logi vill sjá fimm atriði breytast hjá Guðmundi ef hann á að halda áfram sem landsliðsþjálfari

Logi vill sjá fimm atriði breytast hjá Guðmundi ef hann á að halda áfram sem landsliðsþjálfari
Fréttir
Í gær

Baldur segir hugvíkkandi efni ekkert annað en fíkniefni – Skilaboðin að fíkniefnaneysla sé eðlileg

Baldur segir hugvíkkandi efni ekkert annað en fíkniefni – Skilaboðin að fíkniefnaneysla sé eðlileg
Fréttir
Í gær

Þorlákur dæmdur til að greiða samfanga bætur fyrir líkamsárás á Litla-Hrauni – Afplánar sjö og hálfs árs dóm fyrir tilraun til að drepa varaþingmann

Þorlákur dæmdur til að greiða samfanga bætur fyrir líkamsárás á Litla-Hrauni – Afplánar sjö og hálfs árs dóm fyrir tilraun til að drepa varaþingmann
Fréttir
Í gær

Þjófnaður, skemmdarverk, slys og ökumenn í vímu

Þjófnaður, skemmdarverk, slys og ökumenn í vímu
Fréttir
Í gær

ÓIína hjólar í Eirík útaf skrifum hans – „Grein hans er áróður. Hún er líka ómerkileg“

ÓIína hjólar í Eirík útaf skrifum hans – „Grein hans er áróður. Hún er líka ómerkileg“