fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Fréttir

Stal 11,4 milljónum frá heimili fyrir þroskahamlaða

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 17. janúar 2023 10:01

Mynd: Hari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reynir Þorsteinsson, fyrrverandi launafulltrúi og bókari hjá Skálatúni, heimili fyrir þroskahamlaða, var í gær sakfelldur fyrir fjárdrátt og brot í opinberu starfi, en hann dró sér rétt tæplega 11,4 milljónir króna af fjármunum Skálatúns á tímabilinu 1. september 2010 til 28. júní 2019. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness.

Á þessu níu ára tímabili millifærði Reynir alls 53 sinnum af bankareikningi Skálatúns í Arion banka yfir á sinn reikning. Millifærslurnar eru allar birtar í dómi héraðsdóms en hæstu færslurnar voru 350 þúsund krónur og sú lægsta nam 45.000 krónur.

Reynir játaði brot sín skýlaust fyrir dómi. Hann hefur ekki áður sætt refsingu vegna lagabrota. Tekið var tillit til þess en ekki síst til þess að Reynir endurgreiddi að fullu þær fjárhæðir sem hann dró sér. „Samkvæmt sakavottorði dagsett 22. nóvember 2022 hefur ákærði ekki áður sætt refsingu. Við ákvörðun refsingar verður litið til þess. Jafnframt verður litið til þess að ákærði hefur játað brot sín án undanbragða auk þess sem hann var, að sögn sækjanda, samvinnuþýður við rannsókn málsins. Þá liggur fyrir að ákærði endurgreiddi Skálatúni að fullu þær fjárhæðir sem hann dró að sér og tilgreindar eru í ákæruskjali, auk þess sem nokkuð er liðið frá því brotin voru framin. Á hinn bóginn verður ekki framhjá því horft að brotin stóðu yfir í langan tíma og vörðuðu umtalsverðar fjárhæðir,“ segir í texta dómsins.

Niðurstaðan var sú að Reynir var dæmdur í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi. Hann þarf einnig að greiða málskostnað en það er tæp hálf milljón til skipaðs verjanda.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?
Fréttir
Í gær

Síldarvinnslan hættir rekstri fiskmjölsverksmiðju á Seyðisfirði

Síldarvinnslan hættir rekstri fiskmjölsverksmiðju á Seyðisfirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Valin besta fyrirtækjatölvan 2025

Valin besta fyrirtækjatölvan 2025
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eik nýr styrktaraðili FKA

Eik nýr styrktaraðili FKA