fbpx
Mánudagur 22.desember 2025
Fréttir

Loftmengun á fyrstu 15 dögum ársins meiri en leyfilegt er á heilu ári

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 17. janúar 2023 09:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fyrstu 15 dögum ársins fóru loftmengunargildi í Reykjavík 40 sinnum yfir 200 stig en það hefur ekki gerst áður á þessari öld. Samkvæmt reglugerð Umhverfisstofnunar mega gildin ekki fara nema 18 sinnum yfir 200 stig á heilu ári. Það tók því ekki nema 15 daga að fara yfir þessi mörk.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. „Þetta er örugglega met á þessari öld. Mengunin hefur verið í meira en 40 klukkustundir yfir leyfilegum mörkum á fyrstu fimmtán dögum ársins,“ sagði Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur í loftgæðum hjá Umhverfisstofnun.

Hann sagði að froststillurnar í ársbyrjun valda þessari miklu mengun í Reykjavík og nágrannabyggðum. Það vanti rok og rigningu.

Hann sagði það einnig spila inn í að óvíða í Evrópu séu jafn margir bílar á hvern íbúa og á höfuðborgarsvæðinu. Einnig séu dísilbílar, sem menga mest allra bíla, enn mjög algengir á götunum.

Ekkert eftirlit er haft með mengunarvarnabúnaði í bílum sem nota jarðefnaeldsneyti en sá búnaður er undanþeginn árlegri skylduskoðun og því er ekki vitað hversu mikið gagn er af þessum búnaði að sögn Þorsteins.

Hægt er að lesa nánar um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Allt vitlaust út af yfirstrikunum í Epstein-skjölunum – Birtingin gæti komið Trump í enn meiri vanda

Allt vitlaust út af yfirstrikunum í Epstein-skjölunum – Birtingin gæti komið Trump í enn meiri vanda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Útlendingur staðinn að þjófnaði og umsvifalaust vísað frá landi

Útlendingur staðinn að þjófnaði og umsvifalaust vísað frá landi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Verðkönnun á jólabókum: Þarna finnurðu oftast lægsta verðið

Verðkönnun á jólabókum: Þarna finnurðu oftast lægsta verðið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakfelldur fyrir að senda 15 ára stúlku ítrekað typpamyndir

Sakfelldur fyrir að senda 15 ára stúlku ítrekað typpamyndir