Eitt frægasta tré Bretlandseyja, sem stundum hefur verið nefnt tré Hróa Hattar, var fellt í skjóli nætur aðfaranótt fimmtudags og hefur verknaðurinn vakið mikla reiði ytra. Tréið stóð við Hadríanusarmúrinn, sem er grjótgarður frá tímum Rómverja, í þjóðgarði í Norðymbralandi og er talið vera um 300 ára gamalt. Því er haldið fram að tréið sé mest ljósmyndaðasta tré Bretlandseyja en það lék meðal annars stórt hlutverk í stórmyndinni Robin Hood: Prince of Thieves með þeim Kevin Costner og Morgan Freeman sem kom út árið 1991.
Talið er að skemmdarvargar hafi staðið fyrir verknaðinum en sjá mátti hvíta málningu á tréinu, eins og það hafði merkt og síðan fellt með keðjusög. „Hér voru fagmenn á ferð sem vissu hvar þeir ætluðu að höggva,“ er haft eftir þjóðgarðsverði á vef Daily Mail.
Lögregla á svæðinu er nú að rannsaka vettvanginn og ferðamönnum er ráðlagt að halda sig fjarri til að spilla ekki rannsókninni. Það er afar vinsælt að ganga meðfram Hadríanusarmúrinn og var tréið einn þekktasti áfangastaðurinn á þeirri leið þar sem allir stoppa til að taka mynd. Hefur Daily Mail eftir ferðalangi sem var á fjórðu dagleið göngunnar að það hafi verið hræðileg sjón að koma að tréinu í morgun enda væri augljóst mál að það hafði verið fellt af mannavöldum.
„Þetta var alvöru áfall. Þetta er myndin sem allir vilja taka. Þú getur fyrirgefið náttúrunni að fella svona tré í vonsku veðri en þú getur ekki fyrirgefið svona skemmdarverk,“ segir Alison Hawkins.
Mikil reiði hefur brotist út vegna málsins enda er um þekkt kennileiti svæðiðsins að ræða. Þannig heita fjölmargar vörur sem framleiddar eru á nærliggjandi þéttbýliskjörnum eftir tréinu, til að mynda handverksbjór. Ljóst er að skemmdarvargarnir lögðu mikið á sig til að fella tréið. Þangað fer enginn nema gangandi og talsverður spölur er frá næsta bílastæði og að tréinu. Einhverjir hafa því haft fyrir því að burðast með keðjusög langa leið til að fremja skemmdarverkið.
Somebody has taken a chainsaw to the one of our nation’s most beautiful sights.
The Sycamore Gap tree on Hadrian’s Wall Path – Northumberland.
It was also the star of Robin Hood: Prince of Thieves. Utterly appalling, police are investigating. pic.twitter.com/T4DVWQwzcN
— Sanny Rudravajhala (@Sanny_Rudra) September 28, 2023