fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fréttir

Dularfull skemmdarverk í hjarta Rússlands valda ótta

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 27. september 2023 04:04

Loftmynd af flugvellinum. Mynd:Defence Intelligence of Ukraine

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Djúpt inni í Rússlandi, órafjarri vígvellinum í Úkraínu er Chkalovsky-flugvöllurinn. Hann er um 20 km frá Moskvu og því hefur nýlegur atburður þar vakið miklar áhyggjur og ótta meðal Rússa. Að minnsta kosti ef marka má það sem úkraínska leyniþjónustan DIU skrifar á Telegram um atburðinn.

Þar segir að óþekktir aðilar hafi brotist inn á vel vaktaðan flugvöllinn og sprengt tvær flugvélar og eina þyrlu.

Flugvélarnar og þyrlan skemmdust að sögn svo mikið að ekki er hægt að gera við þær. En það er ekki það sem er verst fyrir Rússa því DIU segir að það hafi valdið miklum ótta meðal yfirmanna rússneska hersins að skemmdarverkamönnum hafi tekist að brjótast inn á herflugvöll í hjarta Rússlands.

Auk þess að koma með nákvæmar lýsingar á aðgerðinni birti DIU nokkrar ljósmyndir til staðfestingar.

Myndirnar eru ekki mjög skýrar. Mynd:Defence Intelligence of Ukraine

 

 

 

 

 

Ljósmyndirnar eru mjög óskýrar en þær voru að sögn teknar eftir skemmdarverkin og sýna skemmdirnar á flugvélunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Segja Rauðagerðismálið kalla á breytingar

Segja Rauðagerðismálið kalla á breytingar
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Með stútfullan farangur af fíkniefnum og sterum – Geymdi amfetamínbasa í tveimur vínflöskum

Með stútfullan farangur af fíkniefnum og sterum – Geymdi amfetamínbasa í tveimur vínflöskum
Fréttir
Í gær

Framhaldsskólanemi gagnrýnir Höllu fyrir fund með forseta Kína – „Einstaklega grimmur einræðisherra“

Framhaldsskólanemi gagnrýnir Höllu fyrir fund með forseta Kína – „Einstaklega grimmur einræðisherra“
Fréttir
Í gær

Hildur kallar eftir að borgaryfirvöld staðsetji sig í raunheimum – „Fullkomlega óraunhæft og stenst ekki kröfur venjulegs fólks“

Hildur kallar eftir að borgaryfirvöld staðsetji sig í raunheimum – „Fullkomlega óraunhæft og stenst ekki kröfur venjulegs fólks“
Fréttir
Í gær

Flow kemur með hugleiðslu inn í fangelsin

Flow kemur með hugleiðslu inn í fangelsin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

NTÍ skammar sveitarfélög fyrir að skipuleggja hús á hættusvæðum – Tjón á nýlegum byggingum aukist

NTÍ skammar sveitarfélög fyrir að skipuleggja hús á hættusvæðum – Tjón á nýlegum byggingum aukist
Fréttir
Fyrir 2 dögum

UNiO er ný stafræn markaðsstofa

UNiO er ný stafræn markaðsstofa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Andri bendir á hatrið sem Charlie Kirk boðaði – „Hugnaðist til dæmis ekki að sitja í flugvél með svörtum flugmanni“

Andri bendir á hatrið sem Charlie Kirk boðaði – „Hugnaðist til dæmis ekki að sitja í flugvél með svörtum flugmanni“