fbpx
Mánudagur 20.október 2025
Fréttir

Par ákært fyrir peningaþvætti og fíkniefnalagabrot í Mosfellsbæ

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 25. september 2023 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 5. október næstkomandi verður aðalmeðferð við Héraðsdóm Reykjavíkur í máli sem héraðssaksóknari hefur höfðað á hendur karli og konu, sem bæði eru rúmlega þrítug, fyrir fíkniefnabrot og peningaþvætti.

Í fyrsta ákærulið er maðurinn sakaður um að hafa þann 1. nóvember 2019 haft í vörslum sínum 70 kannabisplöntur og 1,5 kg af kannabislaufum á heimili sínu í Mosfellsbæ.

Í öðru lagi er hann sakaður um að hafa staðið að innflutningi á tæplega 2 kg af kókaíni og 4,4 g af metaamfetamíni en erlendur maður flutti efnin fyrir hann með flugi frá París í Frakklandi í mars árið 2020þ

Í þriðja ákærulið eru bæði ákærð fyrir að hafa haft 240 g af maríhúana í vörslum sínum að Sölkugötu í Mosfellsbæ í maí árið 2020.

Í fjórða ákærulið er maðurinn sakaður um peningaþvætti en inn á reikninga hans voru greiddar hátt í 50 milljónir króna sem hann gat ekki gert grein fyrir, á árunum 2017 til 2020.

Í fimmta ákærulið er konan ákærð fyrir samskonar brot en upphæðin þar nemur 7,5 milljónum króna.

Krafist er þess að bæði verði dæmd til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Auk þess er krafist upptöku á ýmsum munum, m.a.s kannabisplöntum og ýmsum tækjum til ræktunar kannabis úr fórum mannsins. Krafist er upptöku á Lois Vuitton íþróttatösku og handtösku úr fórum konunnar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Rifrildi sögð hafa brotist út í Hvíta húsinu á fundi Trump og Selenskíj

Rifrildi sögð hafa brotist út í Hvíta húsinu á fundi Trump og Selenskíj
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Kýpurverjar að drukkna í villiköttum – Geldingar duga ekki til

Kýpurverjar að drukkna í villiköttum – Geldingar duga ekki til
Fréttir
Í gær

Maður í Cleveland fann íslenskan miða í „nýjum“ buxum frá Amazon – Hyggst nú fá sér pizzu á Íslandi

Maður í Cleveland fann íslenskan miða í „nýjum“ buxum frá Amazon – Hyggst nú fá sér pizzu á Íslandi
Fréttir
Í gær

Hjólreiðamaður fær nýtt tækifæri hjá Sjúkratryggingum – Brá mjög þegar bíll birtist skyndilega

Hjólreiðamaður fær nýtt tækifæri hjá Sjúkratryggingum – Brá mjög þegar bíll birtist skyndilega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ruddist inn í íbúð og læsti sig inni á salerni

Ruddist inn í íbúð og læsti sig inni á salerni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Thelmu var sagt að brjóstakrabbamein væri stíflaður mjólkurkirtill

Thelmu var sagt að brjóstakrabbamein væri stíflaður mjólkurkirtill