fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Ber engan kala til hnífaárásarmannsins – „Það kom eiginlega sjálfri mér á óvart”

Björn Þorfinnsson
Sunnudaginn 24. september 2023 20:15

Ingunn Björnsdóttir Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingunn Björnsdóttir, dósent í lyfjafræði við Oslóarháskóla, varð fyrir ofsafenginni hnífaárás nemanda þann 24. ágúst síðastliðinn. Ingunn hlaut að minnsta sextán stungusár eftir árásina en í helgarviðtali DV vekur athygli að hún ber engan kala til árásarmannsins og vonar að hann fái viðeigandi hjálp.

Sjá einnig: Ingunn lifði af ofsafengna hnífsstunguárás í Oslóarháskóla – „Fyrsta tilfinningin sem ég fann fyrir var undrun. Og síðan kom hræðslan”

Engin reiði í garð árásarmannsins

Ódæðið vakti gríðarlega athygli í Noregi og í raun um alla Skandinavíu enda nánast óþekkt að starfsmenn háskóla þurfi að óttast um öryggi sitt. Ingunn hlaut mikla áverka, til að mynda stungu í kvið, og er það kraftaverk að hún hafi lifað árásina af. Eftir nokkra erilsama daga á Ullevål-háskólasjúkrahúsinu ákvað Ingunn, sem var langt frá því að vera ferðafær, að halda heim til Íslands til að fá frið til að jafna sig eftir árásina.

„Þetta er mikill rússíbani að ganga í gegnum og þó að mér líði vel í dag þá er ég meðvituð um að það getur komið bakslag hvenær sem er og ýmsar tilfinningar sprottið fram,” segir hún.

Það kemur það blaðamanni nokkuð í opna skjöldu að reiði virðist ekki vera að finna hjá Ingunni. „Nei, það er svo merkilegt að hingað til hef ég ekki fundið til reiði í garð árásarmannsins. Ekki nokkra. Það kom eiginlega sjálfri mér á óvart,” segir hún.

Ingunn segir að það sé ekki í hennar verkahring að sjúkdómsgreina nemandann en ljóst sé að hann þurfi á hjálp að halda og hún vonist til þess að hann fái alla þá aðstoð sem þörf sé á.

Ekki lengur háskóli ef tala þarf saman í gegnum glervegg

Ljóst er að árásin gæti haft mikil áhrif á starfsumhverfi kennara og nemenda í háskólum í Noregi og víðar. Ingunn segist þó vona að árásin verði ekki til þess að gripið verði til of harkalegra aðgerða til að tryggja öryggi kennara.

„Ef maður horfir raunsætt á þennan atburð þá er ljóst að það er nánast tölfræðilega útilokað að hann eigi sér stað. Það væri óskynsamlegt að að grípa til of íþyngjandi aðgerða þó að það sé mikilvægt að draga lærdóm af þessu,” segir Ingunn. Hún megi ekki til þess að hugsa að nemendur verði látnir undirgangast vopnaleit né nokkuð slíkt. „Háskóli er ekki lengur háskóli ef fólk getur ekki talað saman nema í gegnum glervegg eða eftir vopnaleit.“

Í Noregi, líkt og á Íslandi og víðar, hafa hnífsstunguárásir verið að færast í vöxt. Telur Ingunn að fyrsta skrefið til að stemma stigu við því sé að banna hnífaburð alfarið og fólk verði sektað ef það verður uppvíst að því að ganga með slík vopn á sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“
Fréttir
Í gær

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu