fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Fréttir

Egill var þrúgaður af áhyggjum og allur í verkjum

Ritstjórn DV
Laugardaginn 23. september 2023 17:30

Egill Helgason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Egill Helgason fjölmiðlamaður er í einlægu viðtali við Heimildina. Þar lýsir hann mikilli andlegri niðursveiflu í lífi sínu og segir að hann að sitt versta tímabil hafi verið í kringum 2016 til 2017:

 „Trump var kosinn. Þetta byrjaði um það leyti sem Trump var kosinn. Ég veit ekki hvort það triggeraði það en ég var sjálfsagt ekki í góðu formi þegar það gerðist. Þá fór ég að hafa svo miklar áhyggjur af sjálfum mér og fjölskyldunni minni. Ég hafði peningaáhyggjur, heilsufarsáhyggjur, og þetta varð að einhvers konar þráhyggju. Í rauninni var ég ekki að hafa áhyggjur af neinu sérstöku, þetta varð einhvern veginn einn stór vöndull sem maður heldur áfram að vefja upp á sig. Það er síðan mjög merkilegt hvernig þetta fer að hafa áhrif á líkamann, hvað maður getur orðið líkamlega veikur af því að vera þunglyndur. Ég hefði aldrei trúað því.

 „Ég var allur í verkjum. Líkaminn verður svo strekktur, hugsunin er svo sterk að hún getur búið til verki. Þessi períóða, 2016–17, var langerfiðasti kaflinn sem ég hef nokkurn tímann upplifað. Ég vona að ég eigi aldrei eftir að sökkva svo djúpt aftur. Ég var eiginlega ófær til allra hluta um tíma.“

Egill hefur náð sér upp úr þessu og líðan hans er allt önnur í dag. Ákveðið hefur verið að hann hætti afskiptum af þættinum Silfrið og einbeiti sér að bókmenntaumfjöllun í Kiljunni og fleiri þáttum. Hann er sáttur við þessa breytingu. Hann er þreyttur á pólitíkinni og umræðunni, sem hann telur hafa versnað mikið:

„Ég er frjálslyndur miðjumaður. Sósíalistarnir uppnefna okkur libba, með vísun í liberal, og telja okkur afskaplega vont fólk. Heimurinn hefur auðvitað þróast í átt sem okkur finnst alveg skelfilegur. Við erum með Pútín, Orban, Trump og allar þessar popúlísku hreyfingar. Það er út í hött að maður skuli þurfa að standa í því að verjast einhverjum fáránlegum samsæriskenningum um bólusetningar, barnaníð og QAnon. Það er ansi þungt að umræðan sé farin að snúast um einhverja svona vitleysu. Þessum hófsömu öflum hefur algjörlega mistekist að halda í sína kjósendur. Heimurinn hefur ekki versnað mikið, held ég. Það er bara umræðan sem hefur súrnað svo svakalega.“

Sjá nánar á Heimildinni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hryllingurinn við Skyggnisbraut fyrir dóm – Hamed ákærður fyrir manndrápstilraun

Hryllingurinn við Skyggnisbraut fyrir dóm – Hamed ákærður fyrir manndrápstilraun
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Vendingar í stóra skákborðsmálinu – Páli í Pólaris gert að greiða hálfa milljón í viðbót

Vendingar í stóra skákborðsmálinu – Páli í Pólaris gert að greiða hálfa milljón í viðbót
Fréttir
Í gær

Leggja til að Ísrael keppi undir hlutlausum fána í Eurovision – Til að komast hjá „niðurlægjandi brottrekstri“

Leggja til að Ísrael keppi undir hlutlausum fána í Eurovision – Til að komast hjá „niðurlægjandi brottrekstri“
Fréttir
Í gær

Gagnagrunnur um þá sem „smætta“ dauða Charlie Kirk skráður á Íslandi – Hvetja til uppsagna

Gagnagrunnur um þá sem „smætta“ dauða Charlie Kirk skráður á Íslandi – Hvetja til uppsagna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Sársaukafull áminning um hversu hættulegir mislingar geta verið“

„Sársaukafull áminning um hversu hættulegir mislingar geta verið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ráðgátan loksins leyst – Hvarf fyrir sex árum með leikjatölvuna í gangi og símann í hleðslu

Ráðgátan loksins leyst – Hvarf fyrir sex árum með leikjatölvuna í gangi og símann í hleðslu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vísbendingar um að morðingi Charlie Kirk hafi verið yst til hægri á hinu pólitíska litrófi

Vísbendingar um að morðingi Charlie Kirk hafi verið yst til hægri á hinu pólitíska litrófi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Manndráp í Hlíðarhjalla árið 2005: „Átti að vera skemmtilegt kvöld í góðum vinahóp en endaði hræðilega“

Manndráp í Hlíðarhjalla árið 2005: „Átti að vera skemmtilegt kvöld í góðum vinahóp en endaði hræðilega“