fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fréttir

Setti upp vegg til að loka göngustíg í Kópavogi – Bærinn gerði mistök

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 13. september 2023 13:00

Hér má sjá göngustíginn, fyrir og eftir uppsetningu timburveggsins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúi við Hrauntungu í Kópavogi hefur reist timburvegg til þess að stöðva gangandi umferð um lóðina hjá sér. Þó að veggurinn lengi leið vegfarenda að biðskýli strætó setur Kópavogsbær sig ekki upp á móti því að stígnum sé lokað.

Nokkur umræða hefur skapast um málið og lögmæti uppsetningarinnar á samfélagsmiðlum. Bent hefur verið á að með fækkun biðskýla strætó sé aukinn þrýstingur á að fólk komi sér gangandi á milli staða. Því vanti fleiri stíga eins og þennan.

Einnig lýsir fólk því að þurfa að klifra yfir eða fram hjá veggnum til að komast leiðar sinnar.

Beinir umferð inn á einkalóð

Málið á sér nokkra forsögu en í október árið 2019 hafði íbúi við Hrauntungu samband við umhverfissvið Kópavogsbæjar til þess að fá stígnum lokað. En hann liggur á milli Hrauntungu 115 til 119 og Digranesvegar 74 og 76.

Á stígnum liggja tröppur og hann hefur verið notaður til þess að komast á milli hverfahluta. Meðal annars fyrir íbúa í eystri hluta bæjarins að komast að biðskýli strætó.

Kort af svæðinu. Mynd/Kópavogsbær

Íbúinn benti á í erindi sínu að stígurinn leiði vegfarendur inn á einkalóð og af honum hlytist slysahætta. Það er vegna stuttra sjónlengda og blindhorna þar sem stígurinn tengist aðkomugötu að húsunum við Hrauntungu.

Gömul mistök

Í febrúar árið 2020 hafnaði bærinn erindinu vegna tengingar bæjarhlutanna og aðgengis að strætóskýli.

Íbúinn sendi aftur erindi í ágúst 2021, en nú til lögfræðisviðs, og var málið svo aftur tekið fyrir hjá umhverfissviði. Í ágúst árið 2022 ákvað umhverfis og samgöngunefnd að setja sig ekki upp á móti því að íbúinn myndi setja upp vegg til að stöðva umferð gangandi vegarenda. Einnig að bærinn myndi loka umferð af hinum megin frá.

„Það er niðurstaða umhverfissviðs og lögfræðings umhverfissviðs á stjórnsýslusviði að Kópavogsbæ er ekki fært að setja sig á móti því ef íbúar komi upp girðingu á sínum lóðarmörkum og loki þá fyrir umferð um stíginn og umferð gangandi inn á sína lóð,“ segir í bókuninni.

Tekið var undir þær ástæður íbúans að stígurinn leiði fólk inn á einkalóðir. Þá var einnig nefnt að stígurinn væri ekki á neinu skipulagi, hvorki aðalskipulagi né deiliskipulagi fyrir hverfið. Ekki hafi fundist neinar kvaðir í lóðaleigusamningi sem kveða á um að íbúar við Hrauntungu verði að hleypa gangandi vegfarendum í gegn. Að öllum líkindum séu þetta gömul skipulagsmistök.

Lengir gönguleið um 90 metra

Einnig að stígurinn sé ekki augljós gönguleið fyrir skólabörn og annar göngustígur sé við hlið þessa sem tengi hverfishlutann við biðstöð. Breytingin lengi hins vegar gönguleiðina um 90 metra.

„Erfitt er að sjá augljósan tilgang með þessum stíg og auðvelt er að sjá sjónarmið íbúa um amann sem af honum hlýst,“ segir enn fremur.

Eftir að veggurinn hafi verið settur upp muni Kópavogsbær loka hinum endanum, við Digranesveg og beina gangandi vegfarendum um stíga á milli Bröttutungu og Digranes annars vegar og Hrauntungu og Bröttutungu hins vegar. Kópavogsbær muni lagfæra þá tvo stíga í staðinn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Opnar fyrstu einkasýninguna aðeins 16 ára

Opnar fyrstu einkasýninguna aðeins 16 ára
Fréttir
Í gær

Borgarfulltrúi Framsóknar segir að krafan um bílastæði sé eðlileg – „Reykjavík er ekki Kaupmannahöfn eða Osló“

Borgarfulltrúi Framsóknar segir að krafan um bílastæði sé eðlileg – „Reykjavík er ekki Kaupmannahöfn eða Osló“
Fréttir
Í gær

Flow kemur með hugleiðslu inn í fangelsin

Flow kemur með hugleiðslu inn í fangelsin
Fréttir
Í gær

NTÍ skammar sveitarfélög fyrir að skipuleggja hús á hættusvæðum – Tjón á nýlegum byggingum aukist

NTÍ skammar sveitarfélög fyrir að skipuleggja hús á hættusvæðum – Tjón á nýlegum byggingum aukist
Fréttir
Í gær

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

MAST beitti bónda of mikilli hörku – Tók sig loksins á eftir langan tíma

MAST beitti bónda of mikilli hörku – Tók sig loksins á eftir langan tíma
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Furðar sig á því að geta fengið íslenskt vodka á lægra verði í Bandaríkjunum en í Fríhöfninni

Furðar sig á því að geta fengið íslenskt vodka á lægra verði í Bandaríkjunum en í Fríhöfninni