fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fréttir

Íslenski fáninn bannaður á umbúðum fyrir hóffylliefni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 8. september 2023 09:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Neytendastofa hefur gert Líflandi ehf. óheimilt að selja hóffylliefni í umbúðum sem merktar eru íslenska fánanum. Þetta kemur fram á vef Neytendastofu.

Um er að ræða vörur frá hollenska fyrirtækinu ISI-PACK sem m.a. framleiðir hóffylliefni fyrir hesta. Um er að ræða erlendar vörur úr erlendu hráefni en Neytendastofa telur að notkun íslenska fánans á framhlið umbúðanna feli í sér villandi upplýsingar til neytenda um uppruna varanna, og gefi til kynna að þær séu íslenskar.

„Með hliðsjón af heildarmati á útliti umbúðanna komst stofnunin að þeirri niðurstöðu að neytendum hafi verið veittar rangar upplýsingar um helstu einkenni vörunnar í þeim tilgangi að hafa áhrif á ákvörðun neytenda um að eiga viðskipti við verslunina og viðskiptahættirnir þ.a.l. óréttmætir,“ segir í tilkynningu Neytendastofu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hraðbankamálið: Lögreglan krefst gæsluvarðhalds yfir konu

Hraðbankamálið: Lögreglan krefst gæsluvarðhalds yfir konu
Fréttir
Í gær

Pósturinn lokar tímabundið fyrir vörusendingar til Bandaríkjanna

Pósturinn lokar tímabundið fyrir vörusendingar til Bandaríkjanna
Fréttir
Í gær

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann
Fréttir
Í gær

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”
Fréttir
Í gær

Óforbetranlegur barnaníðingur samþykkti tillögu saksóknara um að hann verði geldur með skurðaðgerð

Óforbetranlegur barnaníðingur samþykkti tillögu saksóknara um að hann verði geldur með skurðaðgerð
Fréttir
Í gær

Prís alltaf verið með lægsta verðið

Prís alltaf verið með lægsta verðið